VIKA 43

Skór vikunnar eru skór úr nýjasta lookbook-i Jeffrey Campbell sem eftir langa bið eru loksins komnir í sölu á netinu. MissKL netverslunin var fyrst með skóna í sölu en það vill svo skemmtilega til að sú verslun er með góða afslætti í gangi akkúrat núna. Afslættirnir fara stighækkandi eftir heildarupphæð kaupanna - 25% afsláttur ef verslað er fyrir $100, 35% afsláttur ef verslað er fyrir $125 og 40% ef verslað er fyrir $300 og yfir. Einnig draga þeir $8 af sendingargjaldi til Íslands. Ég hvet skóskvísur til að nýta sér þennan díl en þessi frábæra vefsíða er með öll helstu skómerkin í sölu hjá sér wink

Skór vikunnar heita hinsvegar O'Quinn og eru mjög litaðir af heitustu trendunum í haust - skórnir bjóða upp á grófan botn, "hliðarskoru" eins og ég bloggaði um nýlega, skemmtilegt kögur detail og chunky hæl. Ofsa fallegir á að líta wink

  

  

Ef þið viljið nýta ykkur afslættina á MISSKL þá þurfið þið að muna að slá inn afsláttarkóðann KLZOMBIEZ þegar þið setjið inn greiðsluupplýsingar. Munið svo að gera ráð fyrir að heildarsumman margfaldist með 1,5x til að gera ráð fyrir tollum, virðisauka og tollþjónustu. Jesús hvað ég mun hoppa hæð mína ef fríverslunarsamningur við Bandaríkin verður einhverntímann að veruleika!

HAPPY SHOPPING heart

 

---

Kristbjörg Tinna skrifaði 21.10.13 kl. 12:01

Ég biiiilast þeir eru svo fallegir!!! Læt mig dreyma <3

---
Skór vikunnar

Sunnudagur hefur verið kenndur við sælu um árabil og því mun ShoeJungle birta hér áhugaverða, skemmtilega og fallega skó á hverjum sunnudegi.