VIKA 42

Ég er öll í okklastígvélunum þessa dagana. Ég er líka alltaf að verða hrifnari og hrifnari af Messeca merkinu. Skór vikunnar að þessu sinni eru því ökklastígvél frá Messeca, skór sem ásamt öðrum prýddu fyrsta bloggið á ShoeJungle og heita Messeca Andi.

Um leið og Solestruck birti mynd af þessum fögru skóm á instagraminu sínu kolféll ég fyrir þeim. Takið eftir því hvað hællinn er sjúklega flottur og geómetrískur, getið séð það vel á síðustu myndinni.

  

  

  

Skórnir eru úr ekta leðri og fást í þessum þremur litum á Solestruck síðunni. Skórnir fást einnig á Karmaloop í silfruðu og úr rússkinni í stað leðurs hjá Urban Outfitters. Allar þessar verslanir senda til Íslands.

Eins og venjulega þarf að gæta að því að margfalda heildarverð með sendingarkostnaði með sirka 1,5x til að gera ráð fyrir tollum, virðisauka og kostnaði vegna tollþjónustu.

Þessir eru fullkomnir í veturinn! Platforminn er 2,5 cm og hællinn tæplega 12,5 cm. Er það ekki talsvert meira en meðal snjódýpt á Íslandi yfir vetrartímann ? wink 

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 18.10.12 kl. 0:23

Ég held að ég myndi splæsa í eitt stykki ef að þeir væru ekki með svona flippaða liti í sér.

---

http://www.guyandallenfuneral.com/cheap.html skrifaði 14.04.13 kl. 21:55

Thank you, I have just been looking for info approximately this subject for a long time and yours is the best I have came upon so far. But, what in regards to the conclusion? Are you sure in regards to the source? cheap beats by dre http://www.guyandallenfuneral.com/cheap.html

---
Skór vikunnar

Sunnudagur hefur verið kenndur við sælu um árabil og því mun ShoeJungle birta hér áhugaverða, skemmtilega og fallega skó á hverjum sunnudegi.