VIKA 39

Skór vikunnar heita Messeca Celeste og eru úr Holiday 2012 línunni frá Messeca NYC.

Celeste skórnir eru úr ekta leðri og fást bæði svartir og silfurlitaðir svo eingöngu silfurlitaðir. Hælarnir eru 10 sentimetra háir.

  

  

    

  

Messeca er á hraðri uppleið á listanum yfir mína uppáhalds skóhönnuði og það verður spennandi að fylgjast með þeim á komandi mánuðum. Messeca International var stofnað árið 1992 af brasilíska parinu Jacques og Julie Messeca og hefur fyrirtækið hannað og selt hágæða skó til margra af þekktustu vörumerkjunum í Bandaríkjunum og Evrópu sl. 20 ár. Messeca NYC er í raun deild innan Messeca International og var megin tilgangur deildarinnar að sameina brasilíska klassíska hátísku og New York tískustrauma nútímans. Megin stefnan var að geta boðið upp á fallega skó fyrir tískufrömuði götunnar á viðráðanlegu verði. Deildinni var komið á fót árið 2010 og fyrsta línan leit dagsins ljós árið 2011.

Messeca Celeste skórnir eru ekki komnir í almenna sölu en hægt er að panta þá á Solestruck í gegnum "pre-order" og munu þeir fást afhentir þann 1. desember, í tæka tíð fyrir jóla seasonið. Gæta þarf að því að margfalda heildarverð með sendingarkostnaði með sirka 1,5x til að gera ráð fyrir tollum, virðisauka og kostnaði vegna tollþjónustu.

Fyrir áhugasama þá er hægt að skoða Messeca 2012 Holiday Lookbook hér

---

SigrúnVíkings skrifaði 23.09.12 kl. 17:41

Það er eitthvað fáránlega aðlaðande halló-cool look á þessum skóm! Er samt bara að fíla þá í silvur og svörtu, gæti vel hugsað mér að eiga eitt par wink

---

Agla skrifaði 23.09.12 kl. 19:39

haha já nkl! eru pínu nördó en samt svo flottir wink

---
Skór vikunnar

Sunnudagur hefur verið kenndur við sælu um árabil og því mun ShoeJungle birta hér áhugaverða, skemmtilega og fallega skó á hverjum sunnudegi.