VIKA 35

Skór vikunnar eru splunkunýir og heita Jeffrey Campbell Bruni.

Skórnir eru úr ekta leðri og gæddir þýskum sóla. Fyrir þær sem eru viðkvæmar fyrir háum hælum þá er rétt að taka fram að hællinn á þessum skóm er hvorki meira né minna en 10 sentimetrar (án nokkurar "platform" aðstoðar).

     

     

   

Þetta fallega par er nýkomið í sölu og fæst meðal annars á www.needsupply.com og www.revolveclothing.com. Báðar þessar verslanir senda til Íslands en athuga þarf að margfalda verðið með ca 1,5x til að gera ráð fyrir tolli, vaski og tollþjónustu.

 

 

---

greta skrifaði 02.09.12 kl. 12:24

ég gæti alveg séð mig fyrir mér í þessu pari;) sjúkir!

---
Skór vikunnar

Sunnudagur hefur verið kenndur við sælu um árabil og því mun ShoeJungle birta hér áhugaverða, skemmtilega og fallega skó á hverjum sunnudegi.