vika 34

Skór vikunnar eru splunkunýir skór úr smiðju Jeffrey Campbell. Eins og ég hef áður komið inn á þá er Nasty Gal verslunin mjög fljót að bjóða nýungar til sölu en þetta er ein af fyrstu vefverslunum sem býður upp á skóna úr nýjasta lookbooki JC.

Skórnir heita JC Mulder og eru falir fyrir $175.

  

  

Fallegir skór úr þykku leðri og viðarhæl. Hællinn er 15 cm hár en þar af er 5 cm platform.

Nasty Gal sendir frítt til Íslands ef pöntunin er yfir $150. Gera þarf ráð fyrir að margfalda heildarverð skóna með 1,5x til að gera ráð fyrir tollum, sköttum og öðrum gjöldum.

Lifi tollaparadísin okkar broken heart

---
Skór vikunnar

Sunnudagur hefur verið kenndur við sælu um árabil og því mun ShoeJungle birta hér áhugaverða, skemmtilega og fallega skó á hverjum sunnudegi.