VIKA 33

Það er smá 90's fílíngur í skóm vikunnar. Hönnuðirnir hjá UNIF hafa sennilega verið að fletta í gegnum gömul tískublöð með Buffalo skóm og með Spice Girls í botni.

Flatforms, hvítt og irridescent litur - hreint ekki svo slæm blanda:

  

  

  

Þessar elskur fást hjá Karmaloop, Solestruck og NastyGal og kosta undir $100.

  

  

Spice up your life!

---
Skór vikunnar

Sunnudagur hefur verið kenndur við sælu um árabil og því mun ShoeJungle birta hér áhugaverða, skemmtilega og fallega skó á hverjum sunnudegi.