VIKA 32

Skór vikunnar eru einir af mínum uppáhalds skóm úr samstarfi Kristin Cavallari og Chinese Laundry. Mátaði þessa í bak og fyrir úti í USA en ákvað að endingu að kaupa þá ekki. Kem svo heim og sé að þeir eru komnir á útsölu - vona að þeir verði það enn í minni næstu USA ferð!

Skórnir heita Sorriso og eru fáanlegar í svörtu og húðlituðu (nude). 

  

  

  

Skórnir eru úr leðri og eru mjög vandaðir - eins og flest sem kemur frá Chinese Laundry. Það er skemmtilegur speglafídus á hælnum og undir táberginu sem setur öðruvísi svip á skóna. Hællinn er um 10 cm hár.

Chinese Laundry vefverslunin er því miður ekki á topplistanum yfir þá sem bjóða upp á þægilega sendingarmáta til Íslands þar sem þeir rukka mjög hátt sendingargjald. Hinsvegar bjóða þau upp á ótrúlega skemmtilegan fídus í vefversluninni en hægt er að fyrirframgreiða tolla og gjöld þannig að varan stoppi ekki í tollinum við komu til landsins. Ótrúlega snjallt  yes

Skórnir eru einnig fáanlegir á Heels.com og 6pm.com  en sú síðarnefnda sendir hinsvegar ekki til Íslands. Fyrir þá sem eiga USA ferð í vændum þá eru einnig Chinese Laundry verslanir í flestum mollum og verslunarsvæðum.

---
Skór vikunnar

Sunnudagur hefur verið kenndur við sælu um árabil og því mun ShoeJungle birta hér áhugaverða, skemmtilega og fallega skó á hverjum sunnudegi.