VIKA 31

Skór vikunnar eru nýjasta nýtt úr smiðju Messeca.

Skórnir heita Pirate, eru úr ekta leðri og koma í þremur mismunandi litum. Flatform tískubylgjan virðist engan endi ætla að taka enda skemmtileg leið til að bæta við sig nokkrum sentimetrum ef maður er ekki hælamanneskja.

  

  

  

Skórnir fást hjá Solestruck, Urban Outfitters og í Messeca vefversluninni. Besta verðið er hjá Solestruck eða um $180. 

Eins og vanalega þarf að passa að margfalda heildarverð ásamt sendingarkostnaði með 1,5x til að gera ráð fyrir elskulegum tollum, virðisauka og tollþjónustu.

---

SigrúnVíkings skrifaði 28.07.13 kl. 19:05

Þessir eru truflaðir!

---
Skór vikunnar

Sunnudagur hefur verið kenndur við sælu um árabil og því mun ShoeJungle birta hér áhugaverða, skemmtilega og fallega skó á hverjum sunnudegi.