VIKA 19

Skór vikunnar heita WXY Fighter.

WXY merkið er ungt og upprennandi merki frá Taívan en það er hún Joi Weng sem fer þar fremst í flokki en hún hannar alla skóna frá grunni ásamt því að vera með yfirumsjón yfir framleiðsluferlinu. Ég sá skemmtilegt vídjó af henni þar sem hún er að sýna upphaflegu teikningarnar af skóm vikunnar sem hún rissaði upp á teikniborðinu sínu. Gaman að fylgjast með því hvernig hún spáir í hverju einasta smáatriði.

  

  

  

Þessir skór eru orðabókaskilgreiningin á orðinu "geómetrískir" skór. Hællinn er gjörsamlega truflaður ásamt útskorna gjörningnum framan á skónum wink

  

Skórnir eru nýkomnir í sölu hjá Solestruck risanum - eru reyndar alls ekki ódýrir en samt sem áður eru þeir uppseldir í þó nokkuð mörgum stærðum. Hér er að sjálfsögðu um að ræða ekta leður - bæði utan á, innan á og í sólanum.

Eins og vanalega þarf að passa að margfalda heildarverð ásamt sendingarkostnaði með 1,5x til að gera ráð fyrir elskulegum tollum, virðisauka og tollþjónustu.

---
Skór vikunnar

Sunnudagur hefur verið kenndur við sælu um árabil og því mun ShoeJungle birta hér áhugaverða, skemmtilega og fallega skó á hverjum sunnudegi.