VIKA 18

Skór vikunnar eru í stíl við nýjasta innlitið - enda vel við hæfi þar sem Deandri merkið hefur upp á svo margt skemmtilegt að bjóða.

Skórnir heita Deandri Archie Oxfords og eru nýjasta viðbótin við Deandri skólínuna.

  

  

 

 

Skórnir eru tiltölulega nýkomnir í sölu á Solestruck síðunni og hafa gjörsamlega rokið út en það er ný sending væntanleg í hús í lok maí. Allir Deandri skórnir eru hannaðir í stúdíóinu hennar Deönnu Richmond í downtown LA og eru einnig framleiddir þar í borg. Það vill reyndar svo vel til að þessir skór eru framleiddir í gamalli leikfangaverksmiðju, sem kemur alveg heim og saman við þetta skemmtilega "quirky" útlit.

  

  

  

  

  

Skórnir fást m.a. hjá Solestruck og NastyGal.

Gera þarf ráð fyrir því að margfalda heildarverðið með 1,5x til að gera ráð fyrir tollum, virðisaukaskatti og tollþjónustu.

---
Skór vikunnar

Sunnudagur hefur verið kenndur við sælu um árabil og því mun ShoeJungle birta hér áhugaverða, skemmtilega og fallega skó á hverjum sunnudegi.