VIKA 15

Ég ætla að fá að skella einum designer skóm í skó vikunnar að þessu sinni. Sennilega hafa fæstir lesendur efni á þessum skóm en við getum allavega dást að þeim úr fjarlægð wink

Ég hef nokkrum sinnum talað um Alexander Wang sumarlínuna og hversu hrifin ég var af skónum í þeirri línu. Wang t.d. sýndi að mínu mati lang fallegustu gladiator hælana á tískuvikunum fyrir SS2013, enda eru þessir JC gladiator hælar nokkuð augljós eftirherma.

Skór vikunnar heita Mackenzie bootie og eru nokkurskonar ökklastígvél með smá dash af gladiator þema.

  

  

  

  

Hér má sjá Gwen Stefani í þessum fallegu skóm á forsíðu Vogue fyrir janúarútgáfu blaðsins:

Skórnir fást t.d. hjá Farfetch og kosta þar $635 eða um rúmlega 80.000 íslenskar krónur. Skórnir fást einnig hjá Nordstrom og Shopbop. Persónulega finnst mér skórnir alveg fullkomnir í svörtu en þeir eru líka til í hvítu og ljósbeislituðu.

Það er allt í lagi að láta sig dreyma!

---
Skór vikunnar

Sunnudagur hefur verið kenndur við sælu um árabil og því mun ShoeJungle birta hér áhugaverða, skemmtilega og fallega skó á hverjum sunnudegi.