VIKA 14

Skór vikunnar eru nýjustu hælarnir frá Jeffrey Campbell.

  

  

Skórnir voru að koma í sölu hjá Nasty Gal og eru hinir fullkomnu sumarhælar. Támjóir, smá color-block í gangi og skemmtilegt V-lag á tánni.

      

Skórnir eru úr gervileðri að utan og ekta leðri að innan. Þessir skór eru himinháir og því eingöngu fyrir þaulvanar hæladömur wink

Skórnir fást hjá NastyGal og kosta $138. Verslunin sendir til Íslands fyrir $15. Einnig þarf að gera ráð fyrir því að margfalda heildarverðið með 1,5x til að gera ráð fyrir tollum, virðisaukaskatti og tollþjónustu.

---
Skór vikunnar

Sunnudagur hefur verið kenndur við sælu um árabil og því mun ShoeJungle birta hér áhugaverða, skemmtilega og fallega skó á hverjum sunnudegi.