WILD PAIR LAURA

     

Innlitið að þessu sinni er í boði Wild Pair. Þetta tiltekna skópar heitir Wild Pair Laura.

Wild Pair merkið hefur verið til í 40 ár og var nýlega selt frá Bakers Shoes yfir til Steve Madden fyrir  hvorki meira né minna en 4 milljónir dollara. Ég kynntist Wild Pair í Los Angeles og er mikill aðdáandi og dyggur viðskiptavinur enda á ég núna þrenn skópör frá þeim. Wild Pair skórnir eru óvenjulegir og hönnuðirnir  hugsa greinilega út fyrir boxið þegar þeir brainstorma fyrir nýjum hugmyndum. Það er líka viss “wow” factor sem fylgir skóm frá þeim og ef þú vilt að skórnir þínir skeri sig úr flórunni þá er þetta hin fullkomna búð fyrir skókaup.

Wild Pair leggur einnig mjög mikið upp úr þjónustuupplifun því um leið og þú kemur inn í verslanir þeirra þá tekur starfsmaður á móti þér sem er þér innan handar ef þú vilt máta skó eða spyrja einhverja spurninga. Á sama tíma er þetta ekki óþolandi sölumaður sem hangir yfir þér og hættir ekki að atast í þér nema þú kaupir skó af honum. Þetta er einhvernveginn hinn gullni meðalvegur – hver einasti viðskiptavinur skiptir máli og mikið er lagt upp úr persónulegri þjónustu.

Þetta skópar bættist í safnið mitt í desember sl. og var keypt í “kveðjuferðinni” minni í mollið mitt – Glendale Galleria í Los Angeles, rétt áður en við fluttum aftur heim á klakann. Hvílík paradís sem Los Angeles er fyrir skóunnendur, ég hlakka til að fara þangað aftur og skóa mig upp fyrir næsta árið!

Þessir skór eru einstaklega skemmtilegir í laginu og virkilega flottir á fæti. Ekki skemmir fyrir að þeir hækka lágvaxnar stúlkur um 15 sentimetra – eitthvað sem mér finnst ekki leiðinlegt þegar ég er mikið innan um hávaxið fólk (einhverra hluta vegna eru flestir strákar sem ég þekki að meðaltali 1,90 m á hæð). Skórnir eru úr ekta rússkinni og eru með háan platform. Æðislegir skór frá skemmtilegu merki - mæli með að skóunnendur kynni sér Wild Pair fyrir næstu Bandaríkjaferð.

  

    

  

  

  

---

SigrúnVíkings skrifaði 01.10.12 kl. 12:04

Töff skór! og ekki slæmt að þeir hækki mann smá wink Hárið á þér á neðstu myndunum er geggjað.. er sjúk í þessa greiðslu!!

---

Agla skrifaði 01.10.12 kl. 14:40

Takk sæta wink

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 07.10.12 kl. 20:41

Mér finnst þessir mjöööög kúl!! Er einmitt á höttunum eftir nýjum skóm þessa dagana sem eru í svona fíling. Kannski ég komi og máti hjá þér bara smile

---

Svana skrifaði 12.11.12 kl. 13:15

Þú minnir mig svo á Birtu Björns með neðri greiðsluna!!

---

shoejungle skrifaði 12.11.12 kl. 23:21

Haha það er ekki leiðum að líkjast wink

---
innlit

Hér verða birt regluleg innlit í skemmtilega skóskápa.

Fyrstu innlitin verða í skósafn síðueiganda en með tímanum mun dálkurinn fara í útrás og gægjast inn í skóskápa hjá fleiri skóunnendum.