Jeffrey Campbell Skates

     

Skates skórnir frá Jeffrey Campbell eiga heiðurinn af fyrsta innlitinu hér á ShoeJungle síðunni.

Þessir skór bættust í skósafn síðueiganda í júní 2011 þegar ég splæsti þessum skóm á mig í afmælisgjöf. Skórnir eru úr leðri og viði og eru að sjálfsögðu mjög þægilegir eins og allir skór úr smiðju Jeffrey Campbell.

Það merkilega við þessa skó eru hrósin sem þessir skór hafa fengið frá hinu kyninu. Ég hef aldrei upplifað það að strákar taki sérstaklega eftir skófatnaði hjá kvenfólki en þegar ég fór í fyrsta skiptið út í þessum skóm á sólríkum degi í Los Angeles var ég stoppuð af þremur piltum sem vildu ólmir vita hvar ég hafði keypt skóna. Þeim fyrsta var mikið í mun að geta splæst svona pari á kærustuna sína, næsti var á ferð með kærustunni sinni og tók eftir skónum á undan henni (what?) og stoppaði mig svo hann gæti verið viss um að kærastan tæki eftir skónum. Sá þriðji vildi svo fá að koma við viðinn í skónum og sagðist aldrei hafa séð mikilfenglegri skó - hann fór grínlaust niður á hnén til að koma við skóna. Mjög athyglisvert allt saman.

Þar sem viðurinn er óvarinn (ekki lakkaður eða neitt slíkt) hef ég ekki viljað nota þessa skó mikið á Íslandi enda alla veðra von á nær öllum stundum. Þeir hafa því fengið góðan sess uppi á hillu inni í stofu og vakið upp margar skemmtilegar samræður -  hjá strákum jafnt sem stelpum!

 

        

        

        

      

---

mamma skrifaði 01.09.12 kl. 12:19

Skemmtileg saga frá LA!

---

Greta skrifaði 02.09.12 kl. 12:23

Þetta ertu nottla bara mest punt skór ever, eg myndi aldrei tíma að nota þá!

---

Andrea Hanna Þorsteinsdóttir skrifaði 29.10.12 kl. 8:10

Okei mér finnst þessir skór geðveikir!

---
innlit

Hér verða birt regluleg innlit í skemmtilega skóskápa.

Fyrstu innlitin verða í skósafn síðueiganda en með tímanum mun dálkurinn fara í útrás og gægjast inn í skóskápa hjá fleiri skóunnendum.