JEFFREY CAMPBELL ADDISON

     

Uppáhalds skórnir mínir um þessar mundir fá að prýða innlitið að þessu sinni.

Skórnir heita Jeffrey Campbell Addison og bættust í skósafnið mitt núna í sumar. Þeir eru keyptir á Solestruck heimasíðunni sem afgreiddi málin hratt og vel eins og alltaf. Þessir skór eru ólýsanlega þægilegir og líta enn betur út í "eigin persónu" heldur en á myndum.

Ég var minnt á það enn og aftur í sumar að maður á alltaf að fylgja eigin sannfæringu þegar kemur að því að velja sér föt/skó. Þegar JC Addison komu út varð ég strax alveg veik fyrir þeim enda mjög öðruvísi og skemmtileg útgáfa af "stretch" ökklastígvélunum. Mér fannst þeir samt sem áður örlítið klunnalegir og leitaði mér því ráða hjá tískufróðum vinkonum mínum áður en ég tók endalega ákvörðun um kaup. Vinkonur mínar ráðlögðu mér allar frá því að kaupa mér skóna og það varð því úr. Skórnir voru samt alltaf að poppa upp í hugann annað slagið.

Þegar Solestruck setti upp smá útsölu í byrjun sumars og skórnir lækkuðu um 30% í verði ákvað ég að láta til skarar skríða og viti menn - skórnir urðu uppáhalds frá fyrstu sýn og mátun. Frænka mín og systir mín voru með mér þegar ég fékk skóna og hakan á þeim báðum féll niður á gólf þegar við opnuðum kassann - það er í raun ótrúlegt hvað þessir skór eru flottir live. Allar vinkonru mínar sem réðu mér frá kaupunum átu ráðleggingarnar sínar tilbaka og hrifust strax af skónum ásamt ótal mörgum ókunnugum sem hafa stoppað mig og spurt um skóna.

Endrum og eins lendir maður auðvitað í því að taka slæmar ákvarðanir í skókaupum. Eitthvað sem maður kannski áttar sig á strax við heimkomu eða nokkrum dögum síðar. Það er samt langoftast best að fylgja innsæinu sínu. Hefði ég keypt Addison skóna strax þá ætti ég sennilega 2 þannig pör í dag þar sem ég hefði örugglega bætt þeim vínrauðu við þegar þeir duttu á útsölu ; ) 

     

     

     

     

     

     

    

 

 

---
innlit

Hér verða birt regluleg innlit í skemmtilega skóskápa.

Fyrstu innlitin verða í skósafn síðueiganda en með tímanum mun dálkurinn fara í útrás og gægjast inn í skóskápa hjá fleiri skóunnendum.