BAKERS REVOLT WEDGE SNEAKERS

        

Revolt Wedge Sneakers frá Bakers Shoes fá að hreiðra um sig í innlitinu að þessu sinni.

Ég hef áður talað um Bakers Shoes sem er ein af mínum uppáhalds skóbúðum í Bandaríkjunum. Búðin býður upp á hin ýmsu merki, til að mynda Jessica Simpson, H by Halston, Chinese Laundry, Luichini, Wild Pair og fleiri tegundir ásamt skóm undir sínu eigin merki. Baker Shoes býður ekki aðeins upp á flotta skó á sanngjörnu verði heldur þurfa starfsmenn að gangast undir mjög strangt skvísupróf til að hjóta inngöngu í starfsmannahópinn - það mætti í það minnsta halda það miðað við ofurpæjurnar sem taka á móti manni þegar maður heimsækir verslanirnar.

Ég hef undanfarið haft áhyggjur af Bakers þar sem fyrirtækið hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum. Fyrsta merkið um erfiðleikana var þegar að Bakers seldi frá sér Wild Pair brandið undir lok síðasta árs. Ég var frekar gáttuð á tímasetningunni á þeirri sölu þar sem Wild Pair merkið er á mjög hraðri uppleið og hefur dregið athygli mikla athygli að sér. Wild Pair brandið er í raun ein af ástæðum þess að ég fór að gefa Bakers versluninni gaum. Nýlega bárust svo fréttir af því að fyrirtækið hefði tekið ávörðun um að loka fjölmörgum verslunum vítt og breitt um Bandaríkin og selja þær til skórisans Aldo. Ég vona innilega að þetta afli fyrirtækinu nógu mikið lausafé til að leysa úr fjárhagskröggunum því ekki viljum við missa Bakers Shoes. Skemmtileg búð með skemmtilegu úrvali.

Þessa skó sem um ræðir hér keypti ég í byrjun sumars á heimasíðu Bakers Shoes þegar þeir voru nýkomnir í sölu. Á þeim tíma var ég búin að rökræða mikið þetta wedge sneakers trend við sjálfan mig en mér finnst alls ekki allir þess háttar skór flottir. Það þarf lítið útaf að bregða til að þeir verði druslulegir eða of glamúrlegir. Ég hinsvegar féll fyrir þessum fljótlega eftir fyrstu sýn og mig langaði líka svo að prófa skó úr smiðju Bakers. Ég hef oft keypt önnur vörumerki frá Bakers en aldrei Bakers merkið sjálft. Þessir skór eru búnir að koma mjög skemmtiega á óvart en ég er búin að nota þá talsvert meira en mig grunaði. Áður en ég fékk skóna í hendurnar hafði ég miklar áhyggjur af því að það myndi ekkert passa við þá en það fyndna er að þeir passa við ótrúlegustu dress. Það er sennilega líka vegna strigaskó-tískubylgjunnar sem gerir það að verkum að manni finnst strigaskór ganga við allt.

  

  

  

  

  

Nokkur skemmtileg review um skóna frá Bakers vefversluninni:

"This sneaker wedge is hot! Comfortable, great price and right on trend."

"These are so comfy and so stylish without trying too hard! i thought it would be hard to find outfits to wear with these, but they are so easy to wear. I cant wait for the fall, to pair these with leggins and sweaters and textured tights smile"

""Absolutely love these! So glad I purchased them. Practical yet stylish, sure to be a trend setting item!"

"I recently went to a concert in New York City and wanted to ensure I was comfortable although stylish and these wedge sneakers helped me accomplish both. I danced all night with no foot pain at the end of the night. Highly recommend these sneakers!"

---
innlit

Hér verða birt regluleg innlit í skemmtilega skóskápa.

Fyrstu innlitin verða í skósafn síðueiganda en með tímanum mun dálkurinn fara í útrás og gægjast inn í skóskápa hjá fleiri skóunnendum.