Stærðartafla

Það að umbreyta á milli skóstærða getur reynst hinn mesti hausverkur, sérstaklega þar sem það eru til margar mismunandi stærðartöflur sem allar gefa mismunandi upplýsingar.

Þar sem ég hef verslað fjöldann allan af skóm í breskum, evrópskum og bandarískum númerum þá hef ég búið til stærðartöflu sem mér finnst vera besta nálgunin á þessa umbreytingu.

Staðreyndin er hinsvegar sú að það er ekki til nein algild leið til að breyta á milli skóstærða. Einnig eru stærðir mjög mismunandi á milli skómerkja og því er ekki hægt að nota þessa töflu í öllum tilvikum.

Samkvæmt minni reynslu þá er þetta þó fín viðmiðun og mjög gott til að nota þegar viðkomandi hefur litla vitneskju um skómerkið sem verslað er með.

Ég vil samt taka það fram að UK stærðirnar eru heldur erfiðar að eiga við. Ef litið er á dálkana þrjá hér að ofan sem mælistikur þá væri réttast að taka miðjudálkinn og færa hann upp á við um 1/4 númer. Þ.e. ég nota stærðir US 6 og EUR 36,5 en þyrfti UK 3,75 ef það væri möguleiki.