YEARS GO BY

Þegar fólk fætt "nítíuogeitthvað" fór að gera garðinn frægan þá fór mér fyrst að finnast ég gömul. 

Selena Gomez er ein af þessum unglömbum en hún er fædd árið 1992 - sama ár og ég fór á Aladdín í bíó, heimsótti Disneyland í fyrsta skipti og settist á (franskan) skólabekk. Það er eitthvað svo krúttlegt við Selenu, hún er lítil og sæt, varð fræg fyrir að leika í einhverjum krakkaþætti á Disney Channel, varð ennþá frægari fyrir að vera fyrsta alvöru kærastan hans Justin Biebers og færði svo út kvíarnar fyrir stuttu og hóf söngferil.

Selena er einmitt í ótrúlega flottum dressum í nýjasta myndbandinu sem hún sendi frá sér, við lagið "Come and Get It".

Flott dress eftir norska hönnuðinn Kristian Aadnevik. Lagið sjálft er heldur ekki svo slæmt, þó það sé frekar ólíkt því sem ég hlusta venjulega á:

Já það er magnað hvað manni finnst maður standa í stað gagnvart tíma og árafjölda - enda er þetta auðvitað allt spurning um viðhorf. Ég fór mikið að pæla í þessu viðhorfi eftir að ég byrjaði í núverandi vinnunni minni, en þrátt fyrir að vera langyngst í mínu vinnuteymi hef ég aldrei fundið fyrir því á neinn hátt. Burtséð frá allt að 20 ára aldursmuni þá get ég hlegið, fíflast og dansað með vinnufélögunum eins og enginn sé morgundagurinn.

Ég ætla því að hlakka til að verða afmælisbarn eftir 2 daga og hætta að kvíða ört fjölgandi kertum á afmæliskökunni - maður verður bara betri og betri með árunum yes Og eins og ég og mín bestasta sammældumst um á góðri stundu í Las Vegas nú á dögunum þá ætla ég aldrei að hætta að hafa gaman og haga mér eins og vitleysingur þegar svo ber við.

Svo get ég líka huggað mig við það að vera fædd á sama ári og háttsettir töffarar eins og Lady Gaga, Olsen tvíburarnir, Lana Del Ray og fleiri. Við getum þá grenjað saman í kór á þrítugsafmælinu okkar með Selenu litlu Gomez á fóninum wink

---

Hildur J skrifaði 07.06.13 kl. 10:30

Gott lag smile


Við verðum ALLTAF ungar í anda wink ...

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.