WHITNEY PORT

   

    

    

Life&Style tímaritið tók Whitney Port aldeilis í gegn í nýjasta tölublaði sínu og skellti henni í dálkinn "Even fashionista's make mistakes".

Tvískiptu buxurnar sem sjá má hér á efstu myndinni til vinstri féllu aldeilis ekki í kramið hjá dálkahöfundi sem vildi meina að dressið væri hrein hörmung fyrir neðan mitti. Þar verð ég að vera hjartanlega ósammála - buxurnar eru það sem gerir lúkkið skemmtilegt og eftirtektarvert. Það er alltaf gaman að sjá tískugúrúa eins og hana Whitney Port taka örlitlar áhættur í fatavali.

Whitney Port er líka enginn nýgræðingur þegar kemur að skófatnaði. Þegar mig vantar hugmyndir að nýjum skótrendum fletti ég í gegnum nýlegar myndir af skvísunni. Ökkla cuffs skórnir hér að ofan eru to-die-for!

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 15.09.12 kl. 15:26

Svakalega smart kona! Fín en samt töff smile

---

Agla skrifaði 15.09.12 kl. 16:39

Sammála wink

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.