ÚTVÍÐUR HÆLL

Kim Kardashian var í mjög fallegum skóm þegar að Oprah Winfrey kíkti í heimsókn til Kardashian fjölskyldunnar nú á dögunum:

Skórnir eru úr haustlínu Céline, 2012.

Og þetta er ekki í eina skiptið sem Kardashian drottningin hefur sést í þessum skóm:

      

Ég skil ekki afhverju "útvíður" hæll hefur ekki náð almennilega inn fyrir landsteinana. Þetta er svo ótrúlega flott lögun á hæl og skemmtileg tilbreyting frá "venjulegu" hælunum. Ég fjárfesti í þó nokkrum svona pörum áður en ég flutti heim frá LA fyrir síðustu jól og fæ bara ekki nóg af þessum hæl. Ekki skemmir fyrir að þar sem hællinn er þykkur neðst þá eru skórnir mjög stöðugir og þægilegt að ganga á þeim. 

Ég lét mig lengi vel dreyma um þessa fallegu skó frá Jeffrey Campbell - svo lengi að ég missti af þeim og þeir urðu uppseldir:

      

Ef ykkur langar í fallega skó - ekki bíða of lengi með að festa kaup á þeim!

 

 

---

Svana skrifaði 17.09.12 kl. 23:35

Mmmm flottir skórnir hennar Kim!!
Langar í langa í

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 18.09.12 kl. 13:04

Skórnir henna Kim eru grín fallegir!

---

Sunna skrifaði 19.09.12 kl. 18:23

Ég skil þetta heldur ekki, bíð ennþá eftir að þetta komi hingað! En það er kannski bara fínt að fá að njóta þeirra í friði:)

---

Berglind skrifaði 27.09.12 kl. 12:07

Vá ég er svo sammála þér! Það eru eiginlega bara second hand verslanirnar og kolaportið sem eru stundum með svona skó!

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.