UO CRAVINGS

Nýjar vörur streyma í uppáhalds vefverslanirnar á nýja árinu.

Urban Outfitters freista tískuunnenda á margan hátt, líkt og vanalega.

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

Skemmtilega ólíkit straumar!

Regnhlífin finnst mér sniðug uppfinning - heldur manni þurrum og aðstoðar ímyndunaraflið við að leiða hugann frá grámyglulegu veðri.

---

Hildur skrifaði 15.01.13 kl. 19:53

Úlalla, flottar gallabuxurnar efst! Hvort eru þetta myndir af breska eða bandaríska UO? Ég er persónulega hrifnust af bandaríska UO, þetta er bara eins og sitthvor búðin finnst mér.
PS: Ég á peysuna með krossa-böndunum aftan á (nr. 4 til hægri), hún er æðisleg, mæli með henni, hlý og mjúk smile

---

Agla skrifaði 16.01.13 kl. 9:43

Þetta eru myndir af bandaríska UO wink Ég er svo amerísk hehe..

Já ég er alveg sammála - ég er líka meira fyrir UO í Bandaríkjunum. Mér finnst líka bara búðirnar skemmtilegri þar heldur en í Evrópu. Og eina búðin sem kærastinn minn getur hangið með mér í því hann fer alltaf að gramsa í dótahorninu eða lesa skemmtilegar bækur á meðan ég fylli körfuna wink

Ohh öfunda þig að eiga peysuna! Ég hlakka of mikið til að komast í UO búðina mína í mars smile

---

Hildur skrifaði 16.01.13 kl. 13:08

Haha nákvæmlega, það eru alltaf sófar og fullt af skemmtilegu dóti í búðunum, og svo eru strákafötin svo flott líka að jafnvel sá óáhugasamasti ætti að geta dundað sér á meðan maður leikur lausum hala wink
Mér finnst líka miklu skemmtilegra að komast í UO í Bandaríkjunum heldur en í Evrópu, en ég gerði nokkur góð kaup í UO í Brussel, sem betur fer.

Hlakka til að sjá peysuna á blogginu í mars wink

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.