TJULL TREND

Það er eitthvað svo reglulega rómantískt við tjull ballerínupils..

  

  

  

  

  

Kannski af því tjull kemur svo oft við sögu í brúðarkjólum ?

  

  

Það er talið að tjullpils sem tískuvara hafi verið fundið upp af Patriciu Field, búningahönnuði Sex and the City þáttanna. Carrie valsar um í tjullpisli í upphafsstefi þáttanna eins og kunnugt er - en það tók víst dágóðan tíma að sannfæra framleiðendurna um að klæða aðalstjörnu þáttanna upp í tjullpils sem búningahönnuðurinn hafði fundið í outlet verslun á $5. Patriciu tókst þó að lokum að fá það í gegn með aðstoð Söruh Jessicu Parker sem sannfærðist strax um ágæti pilsins. Til allrar lukku sló þetta outfit heldur betur í gegn og hefur tjullpilsið upp frá því liggur við verið kennt við Carrie Bradshaw, enda klæddist hún slíku pilsi þó nokkrum sinnum í gegnum þáttaröðina.

  

   

Ein af mínum uppáhalds tískubloggurum, Blaire Eadie á Atlantic Pacific, birti um daginn myndir af sér í tjullpilsi og nokkrum dögum síðar sá ég þessi pils hvert sem ég leit á meðan ég valsaði um götur New York borgar.

  

Ég fór m.a. inn í Urban Outfitters verslun þar sem tjullpils og kjólar réðu ríkjum:

  

  

     

Ég hefði eflaust fjárfest í einhverjum af þessum pilsum/kjólum ef ég hefði ekki verið komin í verslunarbann eftir Boston ferð okkar vinkvenna fyrr í haust.

Ég á samt í ákveðnu love/hate sambandi við þessi tjull pils. Þau eru nefnilega mjög vandmeðfarin og geta verið jafn hallærisleg og þau eru falleg - t.a.m. hinir frægu tjull prom kjólar úr Wal-Mart wink Jafnframt á ég erfiðara með að sjá mig fyrir mér í svona pilsi á Íslandi. Það er bara eitthvað við þessi pils - sjarminn er farinn ef maður er ekki berleggja og léttklæddur að ofan.

Nær þetta trend inn fyrir landsteinana ?

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.