TÍSKAN HANS ÓSKARS

Það var mikið fjör hjá okkur systrum hér uppi á hótelherbergi á meðan að stjörnurnar flykktust á rauða dregillinn fyrir utan Kodak Theatre í Hollywood í gærkvöldi. Við vorum ekkert að tvínóna við hlutina og vorum með live stream frá E! í tölvunni á meðan að við flikkuðum á milli beinna útsendinga hjá ABC og CNN í sjónvarpinu.

  

Í þetta skiptið voru trendin ekki fjölmörg heldur skinu örfá trend mjög sterklega í gegn:

SILFUR

  

  

Það er engin spurning um það að silfur var trend kvöldsins á Óskarnum. Þrátt fyrir ólíkar útfærslur þá taldi ég örugglega yfir 10 dömur sem mættu í silfruðum kjólum. Naomi Watts, Stacey Kiebler, Amanda Sigfried og Meryl Streep eru allar stórglæsilegar í silfruðu kjólunum sínum.

HÁAR KLAUFAR

  

Alveg eins og silfrið átti Óskarinn í ár þá einkennist allt verðlaunatímabilið 2013 af þessu trendi. Þrátt fyrir að Jennifer Lopez hafi slegið öll met með háu klaufinni sinni á Grammy's þá fylgja þær Jennifer Hudson og Naomi Harris fast á hæla hennar með sínum klaufum.

RENDUR/TEINÓTT

  

Skemmtilegt trend sem setur skemmtilegan svip á kjólana hjá þeim Noruh Jones og Halle Berry. Þær pössuðu að sjálfsögðu einnig upp á það að velja sér kjól í þemalit kvöldsins.

SVART/HVÍTT

  

  

Mörgum þótti Jennifer Lawrence bera af í hvíta prinsessukjólnum sínum en mér fannst Charlize Theron ekkert síðri. Faldurinn á kjólnum hennar Zoe Saldana er einnig skemmtilegur en ég var því miður ekki eins hrifin af kjólavalinu hjá Kelly Rowland. Daman er tágrönn en með röngu fatavali tekst henni að bæta á sig allnokkrum kílóum.

Þess má geta að Jennifer Lawrence fór heim með verðlaun sem besta leikkonan og hún var svo taugaóstyrk þegar hún var að stíga upp á svip að hún hrasaði um síða kjólinn sinn - hún er svo yndislega mikill klaufi

Fleiri skemmtileg dress voru kjólarnir hjá Jane Fonda og Anne Hathaway en þeir voru báðir ótrúlega fallegir að aftan. Helen Hunt mætti úr kjól frá H&M sem mér fannst ótrúlega skemmtilegt og jafnframt merkilegt fyrir sænska fatarisann. Ég var ekki hrifin af kjólavali Jennfer Garner og Reese Witherspoon en kjóll þeirrar síðarnefndu er gullfallegur dökkblár LV kjóll sem því miður féll svo undarlega að líkamanum á þessari stórglæsilegu konu.

Að lokum eru hér myndir af nokkrum sætum Hollywood pörum á rauða dreglinum:

   

  

Channing Tatum og Jenna Dewan (sem kynntust við tökur á einni af mínum uppáhalds myndum - Step Up) eru náttúrulega bara krúttlegust í heimi með litla bumbubúann sinn!

Sólarkveðjur frá Orlando smile

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 10.03.13 kl. 19:10

Mér finnst ekkert toppa myndbandið sem er tekið eftir Óskarinn í viðtalið við Jennifer.. hún er æði sko smile

http://www.youtube.com/watch?v=Upw1w2yXZs0

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.