THE LITTLE THINGS IN NYC

Ég endaði sumarfríið mitt á endurfundum með bestu frænku í New York. Í hvert einasta skipti sem ég fer til NY þá upplifi ég nýja hlið á borginni og fell ennþá meira fyrir henni. Fjölbreytileiki er einfaldlega það sem selur mér - þess vegna er ég væntanlega svona hrifin af LA.

Tók saman smá lista yfir litlu hlutina sem gera borgina svona skemmtilega. Svona var mín upplifun af NY í sumar smile

  

Brooklyn, frænkuknús og Blue Moon í krukku með appelsínu - ohh svo góð blanda heart

  

  

Yndislestur í Central Park í ljósaskiptunum með stórborgina í augnsýn. Epli og hnetusmjörs-dipp í nesti (go-to-snackið í NYC).

  

Endurfundir á vætusömu þriðjudagskvöldi með besta vini mínum úr USC - sem er orðinn jakkafataklæddur og háttsettur New Yorkari. Átum á okkur gat í West Village og hittum svo sports producer fyrir Atlanta Braves á næsta kaffihúsi. Ég kynnti mig og reif af honum derhúfuna,enda vel merkt mér wink 

Morgunmatur á næsta götuhorni í Brooklyn - pappírslagðir dúkar og litir að hætti Parísarbúa.

Í Brooklyn heimi kaupir maður mat, nauðsynjavörur og bjór hjá kaupmanninum á horninu. Léttvínið fær maður í sérstakri léttvínsverslun, handan götunnar. Þar er vínunum raðað eftir verði og cross-referencað eftir bragði. Þar eignast maður líka þeldökka hressa vini sem vilja gefa manni heiminn heart

  

Ground Zero í hellidembu. Nýir minnisvarðar með nöfnum þeirra sem létust vegna hryðjuverkanna 11. september 2001.

  

Á Manhattan drekkur maður Cosmopolitan eftir langa daga - svo segir Carrie Bradshaw.

  

Sushi Samba í West Village í NYC - falleg loftljós, framandi matur og sennilega flottasta almenningssalerni sem ég hef séð.

Krúttleg kaffihús og pínulitlir barir á hverju götuhorni í Brooklyn. Eftir korter á barnum á næsta götuhorni höfðum við eignast tvo nýja vini - hressa DJ-píu sem var nýflutt frá LA til NY og rithöfund sem kom í mat til okkar kvöldið eftir wink Svona er lífið síbreytilegt og skemmtilegt í The Big Apple heart

  

Það er tvennt sem maður sér nóg af í NY - hot dog stands og lögreglumenn. Með byssur.

Hamborgarar, bjór og storytelling í góðra vina hópi úti í kvöldkyrrðinni í Brooklyn.

  

Frænka mín býr í gettóinu í Brooklyn, nánar tiltekið í Bed-Stuy (eins og Lil Kim syngur svo eftirminnilega um í laginu "Put your lighters up"). Það var áhugavert að fylgjast með þróuninni á fólkinu í Subway-inu eftir því sem við nálguðumst okkar stoppistöð. Við skárum okkur virkilega úr og vorum alltaf ljósastar á hörund á meðal lestarfarþega wink

"I come from Bed-Stuy, niggas either do or they gon' die
Gotta keep the ratchet close by
Someone murdered, nobody seen, nobody heard it
Just another funeral service
Niggas will get at you, come through shinin' they yap you
In broad day light kidnap you
Feds get clapped too, police stay on us like tattoos
....
Now put ya lighters up
Bed Stuy put ya lighters up
New York put ya lighters up
....."

  

Gamlir góðir símaklefar á Lower East Side, quality time með BFF Lauren Conrad og afslöppun á krúttlegasta kaffihúsi sem ég hef séð.

  

  

Ég eyddi heilum eftirmiðdegi ein að spóka mig á Manhattan þar sem ég rölti um og fylgdist með hraðanum og orkunni, uppgötvaði litlar krúttlegar vintage verslanir í hliðargötum og drakk í mig stórborgina í gegnum öll skynfærin. Um 5 leytið flykktust jakkafataklæddir menn og prúðbúnar konur út úr háhýsunum og inn á bari og kaffihús borgarinnar í happy-hour. Allir staðir þéttsetnir.

Mér tókst að ramba inn á Messeca stúdíóið, sem er eina Messeca showroomið í heiminum. Það er lokað almenningi en en mér tókst samt sem áður að kjafta mig inn í bygginguna en kom því miður að lokuðum dyrum, mér til mikillar gremju. Þá var starfsmaðurinn víst nýbúinn að skella í lás og fara heim :(

  

Þetta er eins nálægt og ég hætti mér að kaffidrykkju - Decaf mocha cookie crumble frappucino á Starbucks á JFK flugvelli. Mín ánægð með drykkinn en með sorg í hjarta yfir því að vera að yfirgefa hitt heimalandið mitt.

Elsku New York - until next time wink Hlakka til að sjá hvaða hluti ég fæ að upplifa næst!

---

Vala skrifaði 23.09.13 kl. 22:21

Oh mig langar til ÚTLANDA!!

---

Vala skrifaði 23.09.13 kl. 22:21

Ps. Geggjaðar myndir!!

---

Kristbjörg Tinna skrifaði 21.10.13 kl. 12:22

Mig langar til NY!! Einn daginn.. einn daginn smile

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.