THE JOY OF MUSIC

"Hvað ættir þú erfitt með að lifa án ?"

Vinsæl spurning í viðtölum í glanstímaritum nútímans. Svarið mitt yrði alltaf fólkið í kringum mig. Hinsvegar væri fyrsti "veraldlegi" hluturinn sem kæmi upp í hugann (á eftir skóm auðvitað) klárlega tónlist.

Ég get ekki ímyndað mér heim án tónlistar - ég elska að setja á mig heyrnartólin í vinnunni þegar ég þarf að loka mig af og vinna greiningar, hlusta á uppáhalds lagið mitt þegar mér vantar upplyftingu eftir erfiðan dag, hækka í græjunum í bílnum til að vekja mig á morgnana og taka nokkur dansspor við skemmtilega tóna um helgar eftir viðburðarríka viku (danssporin yrðu eflaust heldur kjánaleg án tónlistarinnar). Ég gæti heldur ekki ímyndað mér að horfa á bíómyndir án þess að hafa tónlist til að keyra upp ólíkar tilfinningarnar og stemmingu.

Ég er svoddan elektró fíkill og er þar af leiðandi mikill aðdáandi íslensku bandanna Retro Stefson og Sykurs. Hrifningin kemur að miklu leyti til vegna þess hvað þessi bönd eru fáránlega góð á sviði - það góð að ég stóð í stormi og frosti í Sirkusportinu á Airwaves til að dilla mér við þá fyrrnefndu.

  

Talandi um Retro Stefson þá er ég búin að hlusta á ÞETTA LAG þrisvar sinnum á meðan þessi færsla er skrifuð. Þetta lag fær að fylgja mér inn í helgina eftir vinnuviku sem mér fannst hefjast í gær - kosturinn við að vera í skemmtilegri vinnu wink Ég finn gleðihroll hríslast um mig þegar kórsöngurinn ómar í fyrri helmingnum á laginu og þegar bassinn byrjar smýgur hann inn í hjartað á mér og magnast upp í takt við hjartsláttinn. 

GÓÐA HELGI**

---

Hildur J skrifaði 11.11.12 kl. 0:24

vá alveg sammála þér!!!! og elska Retro Stefson.. við skellum okkur daman á tónleika sem fyrst smile

---

shoejungle skrifaði 12.11.12 kl. 23:17

Ég er sko meira en til í það wink

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.