SOLESTRUCK SAMPLE SALE

Vávává hvað ég hefði verið til í að vera stödd í höfuðstöðvum Solestruck fyrirtækisins í Portland, Oregon fyrir viku síðan!

Þar fór fram svokölluð "sample sale" þar sem öll heitustu merki sem seld eru á Solestruck síðunni stóðu kaupendum til boða á hlægilegu verði. Allir skórnir voru á bilinu $20-$100 og þar mátti finna merki eins og t.d. Jeffrey Campbell, Senso, All Caps, Matiko ofl ofl.

Ég hefði verið mætt fyrst í röðina (jafnvel þótt ég hefði þurft að tjalda þarna fyrir utan í 2 daga), verið búin að finna út í hvaða horni mína stærð væri að finna (stærð 6) og tekið með mér aðstoðarmann sem ég hefði hrúgað skópörunum á, hverju á fætur öðru. Mögulega hefði ég svo blikkað aðstoðarmanninn til að gefa mér eins og hálfa hrúguna í jólagjöf wink

---

Áslaug skrifaði 23.10.12 kl. 15:44

Jesús minn..Maður myndi hlaupa inn einsog brjálæðingarnir í Bridezillas..Haha!

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 23.10.12 kl. 22:08

Hefði maður tapað sér hahaha. Einn góðan veðurdag kannski? smile

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.