SKÓ GÖTUTÍSKA

Í svona rigningarveðri er fátt betra en að demba sér í margmennið í Smáralind og skoða skóflóruna hjá gestum og gangandi.

Við smelltum myndum af nokkrum skvísum sem völdu sér skemmtilega skó á þessum fína laugardegi. Sú fyrsta sem við mættum var í JC Homg og var meira að segja með aðra JC í innkaupapokanum. Ferlega leist mér vel á hana wink 

Fengum að smella mynd af outfittinu hennar líka því hún var svo smart:

  

Afgreiðsludaman í Bossa Nova var í skemmtilegum skóm frá Neosens:

Þessir skór fást í Bossa Nova og eru líka til í fjólublá-bleikum.

  

Fleiri skór sem urðu á vegi okkar má sjá hér að neðan. Hér má sjá skó frá Kron Kron, GS og Corner.

  

  

Afgreiðsludaman í Focus var í fallegum og klassískum Billi Bi stígvélum úr GS. Hún hafði keypt sér þetta metalskraut einnig í GS og hægt er að nota það á ýmsa vegu með ökklastígvélum - ótrúlega sniðugt.

  

Inni í Zöru mættum við svakalega hressum skvísum sem allar voru í mismunandi lituðum Converse skóm. Við urðum að smella mynd af þessum föngulega hóp:

  

Ein af vinkonunum hafði skilið Converse skóna sína eftir heima en hún fékk samt líka mynd af sínum skóm:

  

Dagurinn hófst með mynd af skóm úr smiðju JC og því var vel við hæfi að enda á sömu nótum. Afgreiðsluskvísan í Levis var í JC Alexa skónum góðu og ég er nokkuð viss um að hún hafi verið í peysu úr American Apparel:

  

Ein frekar sátt með afrakstur dagsins:

  

Skemmtilegur dagur að baki - vonandi endurtökum við svona dag fljótlega : )

---

SigrúnVíkings skrifaði 14.10.12 kl. 20:05

Mjög skemmtileg færsla!
sniðugt að poppa skóna upp með ökklaskrauti smile

---

Hildur J skrifaði 15.10.12 kl. 19:50

en gaman smile þú ert nú meiri skvísan =)

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 18.10.12 kl. 0:19

Skemmtileg færsla!! Yndislega góð þessi Converse mynd smile Annars finnst mér JC Alexa skórnir alveg trylltir…

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.