Síðustu dagar í myndum

Tískusýning Ellu í Ölgerðinni þann 20. september með nokkrum vel völdum skvísum (myndir fengnar að láni frá Vísi og MBL)

Tískusýning var æðisleg og það voru tvö dress sem stóðu upp úr hjá mér; ljósgulur og kvenlegur samfestingur ásamt svörtum kjól í anda fjórða áratugsins, laus í sniðinu og opinn í bakið. Sýningin var það vel sótt að það þurfti að loka húsinu rétt fyrir sýningu og vísa síðustu gestunum frá. Það var því ekki leiðinlegt að fá símtal í gær frá Elínrósu sjálfri þar sem hún vildi athuga hvort við hefðum ekki örugglega komist inn á sýninguna.

Skírn á haustdögunum

Ég var eina manneskjan sem mætti nær svartklædd í skírn um daginn, ég þarf eitthvað að endurskoða litavalið á svona tyllidögum. Tékkið á hálsmeninu, hægt að snúa því á báða vegu, annarsvegar með keðjuna niður á bringu eða bak, virkilega sniðugt. Skórnir eru frá Wild Pair sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, þið munuð sjá fleiri Wild Pair skópör í næstu innlitum. Þetta eru í raun pinnahælar með útvíðum hæl, ótrúlega sætir.

Síðustu sumardressin

Vinkonur mínar urðu ekki eldri þegar ég fjárfesti í gegnsæum útvíðum netabuxum í fyrra.. ég lofaði þeim því að þær kæmu vel út, dæmi nú hver fyrir sig. Mér finnst þær sjúkar yfir litaðar sokkabuxur. Á þessum myndum má líka sjá mig nota síðustu sumardagana í léttan klæðnað, nú tekur vetur konungur við með þykkum sokkabuxum og stórum og góðum peysum og kápum. Maðuf hefur fengið smjörþefinn af því síðustu daga (brrrr).

Þarna sést líka glitta í Vercace/HM gammósíurnar mínar... ungar stúlkur tjölduðu í nokkra daga fyrir utan HM í LA áður en Vercace línan var frumsýnd og allar flíkur kláruðust á fyrstu mínútunum. Ég mætti silkislök seinna sama dag og krækti mér í þessar leggings sem einhver dama hafði skilað 5 mínútum fyrr og viti menn - mín stærð og ein af fáum flíkum sem mig langaði í úr línunni. Endrum og eins dettur maður í lukkupottinn smile

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 27.09.12 kl. 12:26

Efsta myndin er nottlega guðdómleg wink En þetta hálsmen er svaka fallegt! Og ég er líka alveg að fíla þessa útvíðu hæla.

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.