SIGNATURE HÁRGREIÐSLA

Amy Heidemann og Nick Noonan skipa hljómsveita Karmin. Þau kynntust í tónlistarnámi í Boston, stofnuðu bandið, trúlofuðu sig og urðu heimsfræg eftir að Ellen DeGeneres pikkaði upp youtube rásina þeirra. Þau eru dúllur.

   

Amy er ótrúlega skemmtileg týpa að mínu mati og fer sínar eigin leiðir burt séð hvað öðrum finnst. Hún er  frábær söngkona, enn betri rappari (ótrúlegt en satt) og best af öllu finnst mér signature hárgreiðslan hennar sem hefur slegið í gegn hjá ungum stúlkum víðsvegar um heiminn.

  

Amy: "My signature hairstyle is called the Karmin suicide roll. It's something that I have always loved from the 1940's era".

Á tónleikum hljómsveitarinnar má sjá stelpur í röðum með Karmin hárgreiðsluna enda hefur Amy verið dugleg við að pósta kennslumyndböndum á youtube fyrir aðdáendur sína. 

  

Fyrir áhugasama þá er eitt af fyrstu youtube myndböndunum þeirra turtildúfa hér

Fyrir þær sem vilja prófa "Karmin Suicide Roll" þá er hér kennslumyndband beint frá fagmanninum sjálfum.

 

---

greta skrifaði 03.09.12 kl. 12:18

Ég þarf svo að fara að finna mér mína greiðslu sem ég er verð svo bara með alltaf hehehe en er sammála hrikalega smart stelpa wink

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.