SHOETOWERS

Síðustu dagar hafa verið mjög annasamir en engu að síður ljúfir. Ég var með norska LA vini í heimsókn og fór með þau út um hvippinn og hvappinn í íslenska slagviðrinu. Eitt af því dýrmæta sem LA dvölin gaf mér voru vinir úti um allan heim - fólk með ólíka reynslu, skoðanir og viðhorf (þetta er eitthvað sem ég kunni ekki eins vel að meta áður en ég flutti út). Yndislegt að halda sambandi við allt þetta fólk heart

En að efninu - um miðjan ágúst birti Bleikt.is viðtal við mig en á þessum mánuði hefur fyrirspurnum rignt yfir mig varðandi skóhirslurnar mínar - hvaðan þær séu, hversu mikið rúmist fyrir í þeim, hvar þær fáist o.s.frv. Nú skal ég segja ykkur allt um það yes

Ég hef prófað ýmsar leiðir til að koma skónum mínum fyrir á þægilegan og aðgengilegan hátt - án þess að þeir taki of mikið pláss. Eftir að hafa grúskað vel og lengi á netinu þá rakst ég á lausn sem ég hélt í fyrstu að væri of góð til að vera sönn - hirsla á hjólum sem rúmar 50 skópör og kostar ekki hálfan handlegg.

Þessa snilldarlausn fann ég á AMAZON - en ekki hvar wink Ég fjárfesti í tveimur svona hirslum en þannig er hægt að koma 100 skópörum fyrir á þægilegan og ódýran hátt og það sem meira er - þú ert með alla skóna í augnsýn. Hirslan kostar tæplega $50 eða rúmar 6000 krónur.

  

Skórnir sitja á tveimur stöngum á hverri "hæð" þar sem efri stöngin situr örlítið hærra en sú neðri og skórnir halla því fram á við. Turnin er 10 hæðir og ég kem auðveldlega fimm pörum á hverja hæð - þar af leiðandi 50 pörum í hvern turn.

Þar sem skórnir sitja á stöngum en ekki á hillum þá myndast miklu minna ryk smile

  

  

Hægt er að taka stangir úr turninum að vild og stjórna því hversu mikið rými maður kýs. Þar sem ég á mjög mikið af grófum og chunky ökklastígvélum þá ákvað ég að taka aðra hverja hæð úr efri hlutanum á einum skóturninum til að stígvélin rúmuðust betur (myndin hér að ofan til vinstri). Fyrstu þrjár hæðirnar eru því í raun með tvöföldu plássi.

Skóturnarnir fást HÉR - bestu skóhirslukaup sem ég hef gert!

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.