SHOESHOPPING

Ég og ein af mínum bestu tókum kvöld að mínu skapi í síðustu viku, vopnaðar sitt hvorri tölvunni og kreditkorti.

Internetkaup eru með því skemmtilegra sem ég geri yes

Eftir akkúrat viku verðum við stöllur nefnilega staddar í Boston í heljarinnar afslöppun eftir langa og stranga vinnutörn hjá okkur báðum. Ég get ekki beðið eftir endurfundum við Newbury verslunargötuna, afslöppun uppi á hótelherbergi, manicure og pedicure, Cheesecake Factory, Starbucks Frappó og síðast en ekki síst - girl talk út í eitt. 

Ég er rétt í þessu að gera það upp við mig hvaða skó ég á að velja mér frá F21, skóúrvalið hjá þeim er í betri kantinum þessa stundina:

  

  

  

  

  

Það verður ljúft að bæta nokkrum pörum við skósafnið heart

---

Hildur j skrifaði 19.10.13 kl. 21:57

OOO verður æði hjá ykkur smile öfund…!!!

---

Kristbjörg Tinna skrifaði 21.10.13 kl. 12:06

Efstu til vinstri!! Og neðstu til vinstri :D

---

Agla skrifaði 21.10.13 kl. 12:38

Keypti einmitt efstu til vinstri í gær wink

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.