SHOEGASM
Á horninu á 5th Avenue og 19th street á Manhattan er lítil sæt skóbúð. Skóbúð sem ég hefði ekki uppgötvað nema afþví ég var á röltinu þarna í grenndinni, nýbúin að sleikja sólina & lesa tískublað í Madison Square Park, nokkrum "blocks" ofar. Kosturinn við að vera í New York með ekkert plan.
Ætli það hafi ekki verið nafnið á búðinni sem fangaði athyglina mína til að byrja með.
Búðin er með bæði dömu- og herraskó og hin ýmsu merki, þ.á.m. Dolce Vita, Chinese Laundry, Irregular Choice, Luichiny, Steve Madden, Matiko, Minnetonka, New Balance ofl. Búðin er með skemmtilegu ívafi; múrsteinsveggjum, upprunalegu parketi og gömlum grófum húsgögnum. Skemmtilegar útstillingar og New York fashionistur á bakvið afgreiðsluborðið, eins og við er að búast á þessum slóðum.
Ég stóðst ekki mátið og varð að koma heim með minjargrip úr þessari jómfrúarferð minni í ShoeGasm verslunina. Ég datt inn á sjúklega fallega Dolce Vita hæla ásamt Chelsea Crew flatbotna skóm (sem voru bjargvættur minn seinna um daginn þegar fæturnir mínir þoldu ekki meiri göngu á núverandi skóm).
Ég hef notað Dolce Vita hælana alveg óspart, m.a. á kokteilrúnti í Greenwich Village/Soho síðar sama kvöld. Þrátt fyrir að vera örmagna eftir endalaust labb útum alla Manhattan sama dag þá fór ansi vel um þreytta fætur í nýju skónum.
Þeir fengu meira að segja að vera jólaskórnir í ár
Mæli með þessari verslun en hún er staðsett á þremur stöðum í New York borg ásamt því að vera með öfluga vefverslun.
Það er ekki tilviljun að ég bloggi um eitthvað tengt New York borg en í dag hófst þar tískuvikan fyrir A/W 2014. Ég sit því hér og hlusta á þetta skemmtilega compilation af New York lögum og læt mig dreyma um að vera stödd í nágrenni Lincoln Center með myndavélina á lofti og innblástursmaskínuna á hæsta styrk.
---