SHOEGASM

Á horninu á 5th Avenue og 19th street á Manhattan er lítil sæt skóbúð. Skóbúð sem ég hefði ekki uppgötvað nema afþví ég var á röltinu þarna í grenndinni, nýbúin að sleikja sólina & lesa tískublað í Madison Square Park, nokkrum "blocks" ofar. Kosturinn við að vera í New York með ekkert plan.

Ætli það hafi ekki verið nafnið á búðinni sem fangaði athyglina mína til að byrja með.

  

Búðin er með bæði dömu- og herraskó og hin ýmsu merki, þ.á.m. Dolce Vita, Chinese Laundry, Irregular Choice, Luichiny, Steve Madden, Matiko, Minnetonka, New Balance ofl. Búðin er með skemmtilegu ívafi; múrsteinsveggjum, upprunalegu parketi og gömlum grófum húsgögnum. Skemmtilegar útstillingar og New York fashionistur á bakvið afgreiðsluborðið, eins og við er að búast á þessum slóðum.

Ég stóðst ekki mátið og varð að koma heim með minjargrip úr þessari jómfrúarferð minni í ShoeGasm verslunina. Ég datt inn á sjúklega fallega Dolce Vita hæla ásamt Chelsea Crew flatbotna skóm (sem voru bjargvættur minn seinna um daginn þegar fæturnir mínir þoldu ekki meiri göngu á núverandi skóm).

  

  

  

Ég hef notað Dolce Vita hælana alveg óspart, m.a. á kokteilrúnti í Greenwich Village/Soho síðar sama kvöld. Þrátt fyrir að vera örmagna eftir endalaust labb útum alla Manhattan sama dag þá fór ansi vel um þreytta fætur í nýju skónum. 

Þeir fengu meira að segja að vera jólaskórnir í ár heart

  

Mæli með þessari verslun en hún er staðsett á þremur stöðum í New York borg ásamt því að vera með öfluga vefverslun.

Það er ekki tilviljun að ég bloggi um eitthvað tengt New York borg en í dag hófst þar tískuvikan fyrir A/W 2014. Ég sit því hér og hlusta á þetta skemmtilega compilation af New York lögum og læt mig dreyma um að vera stödd í nágrenni Lincoln Center með myndavélina á lofti og innblástursmaskínuna á hæsta styrk.

 
  
  
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 
I stumbled accross this really cute shoestore while I was strolling around in Manhattan in November. And when I say strolling, I mean walking very fast and illegally crossing red walking signals - you know, like New Yorkers do. (I'm such a NY wannabe.. Two random people came up to me and said "hey, you look like you're from here, where can I find xxxx". This made me happier than it probably should have.)

This store is on the corner of 5th avenue and 19th street and is called ShoeGasm. I guess it was the name that intruiged me wink The store has the nicest setup - brick walls, old wooden floors and vintage furniture. They carry a wide selection of brands, both for men and women. Of course I had to bring back a souvenir from my maiden voyage to ShoeGasm - a pair of Dolce Vita heels and some Chelsea Crew ballet flats. I can't believe how comfortable the Dolce Vita shoes are, compared to the super high heel (pictured above). I even went barhopping in those shoes later that night in Greenwich Village and Soho. My feet didn't complain at all.
 
I'm very happy I came accross this store and definitely recommend paying it a visit. It has three locations in New York, besides having a webstore
 
This is why it pays off to go to New York without any plans - this city somehow manages to surprise me every single time I visit heart
 
Also - the reason why I'm blogging about New York is because today is the first day of New York fashion week. I'll be refreshing the hashtag #nyfw on instagram every 5 minutes this week wink

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.