SCRATCH MAP

Það var pínu þema í jólagjöfunum mínum í ár - mínir nánustu þekkja litla ferðalanginn sinn greiniliega út og inn heart

Ég fékk nefnilega tvennskonar "scratch maps" til að skrásetja heimsóknir mínar víðs vegar um heiminn: 

Kortinu er skellt upp á vegg og svo er skafað jafnóðum af þeim löndum sem maður heimsækir. Löndin eru fyrst í möttum gullituðum lit en svo koma skemmtilegir litir í ljós þegar maður hefst handa við að skafa. Mér finnst þetta svo ótrúlega skemmtileg hugmynd, sérstaklega núna þar sem heimskort eru í svo miklu uppáhaldi hjá Íslendingum. Þetta kort fæst í tveimur stærðum bæði í Hrím og Minju. 

Þá er það hitt kortið sem ég fékk. Við systurnar vorum búnar að vera að skoða kortið hér að ofan því hún keypti svona fyrir kærastann sinn og mér tókst að finna einn galla á gjöf Njarðar. Mér fannst eitthvað svo spes að geta skafað af öllum Bandaríkjunum þó þú hefðir kannski bara heimsótt eitt fylki. Kananum í mér finnst Bandaríkin vera heill heimur út af fyrir sig, fyllkin eru svo gjörólík og því alls ekki hægt að segja að þú þekkir Bandaríkin eftir að hafa heimsótt eitt, tvö fylki. (Eflaust hefur fólk sömu sögu að segja um lönd eins og Indland og Kína sem hafa að geyma svo ótrúlega ólíka landshluta).

Haldiði ekki að snillinn hún systir mín hafi leyst þetta vandamál fyrir mig og tekist að hafa uppi á þessu fína korti í Dogma:

Þetta er nákvæmlega sama hugsun og hitt kortið nema hér skafar maður af þeim fylkjum sem maður hefur heimsótt. Þannig að nú fá þessi kort að hanga hlið við hlið uppi á vegg hjá mér og Kaninn í mér getur andað rólega yes

Þá er það bara að finna fallega glerlausa ramma svo að kortin njóti sín sem best - skelli mynd hér inn þegar þau eru komin upp á vegg!

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

My relatives seem to know me pretty well, at least there was a very evident theme in my Christmas presents. I got two scratch maps so I can document my trips around the world, because I tend to get very bored if I stay in Iceland for too long wink

I really love the idea behind these maps, you hang it up on your wall and then just scratch off the countries you've visited. Since I'm essentially an LA girl (at least over the winter months..brrr) I didn't think it was fair to scratch off the entire US when you've maybe only visited a few of the states.My sister, the genius, solved that problem by getting me a scratcy map just for the US states yes

A perfect gift idea for people who love to travel!

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.