SÆTAR JÓLAGJAFIR

Ég vona að þið hafið öll haft það jafn yndislegt og ég yfir jólahátíðarnar. Ég er búin að borða ALLTOF mikið, spila, hlæja, lesa bækur og tímarit, borða nammi, kúra upp í sófa, borða ennþá meira og slappa af fyrir allan peninginn.

Ég ætla að deila með ykkur einni af mínum uppáhalds jólagjöfum þetta árið. Það hefur alltaf verið vitað mál að ég er skóunnandi en það var einstaklega mikið skóþema í gjöfunum í ár - eitthvað sem mér finnst nú ekki leiðinlegt wink 

Þetta völdu litlu systkinakrúttin mín handa skóbrjáluðu systur sinni og mikið tókst þeim vel til. Þetta sameinar semsagt tvö af mínum stærstu áhugamálum - spil og skó. Ég verð alveg ómöguleg ef ég fæ ekki að prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt spil hver einustu jól en ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af því þetta árið þar sem þetta var eitt af þremur spilum sem leyndust í jólapökkunum.

Þetta sniðuga minnisspil hefur að geyma skó sem eru hannaðir á mismunandi tímabilum á síðustu öld.

"An ideal gift for shoe lovers everywhere, this beautifully produced memory game tests your recollection of some of the world's most fabulous shoes - from vintage Ferragamo sandals to the latest Manolo's."

Það er svo magnað hvað tískan gengur í hringi, það var ótrúlega gaman að fletta í gegnum spilið og sjá 40-70 ára gamla hönnun sem gæti allt eins verið frá árinu 2012. Hér er smá sýnishorn:

Þessir fallegu skór frá árinu 1938 minna óheyrilega mikið á Jeffrey Campbell Salvatore skóna frá árinu 2011.

Svona skó hefur maður heldur betur séð víða á síðustu tveimur árum!

Fallegi innbogni hællinn sem t.d. einkennir Miu Miu hælaskó er víst ekki glæný hugmynd  :)

Nýlegir rauðbotna skór frá Louboutin snillingnum.

Skór frá einni af minni uppáhalds - Vivienne Westwood. Platform tískan lá víst ekki lengi í dvala því þessir skór eru ekki eldri en frá árinu 1990.

Mikið hlakka ég til að spila þetta spil við litlu bræður mína yfir áramótin. Spil sem er skemmtilegt fyrir bæði mig og þá smile Þetta er ótrúlega sæt og falleg gjöf og ég get glatt ykkur með því að þetta spil fæst í Eymundsson hér á klakanum.

Deili með ykkur fleiri skótengdum jólagjöfum á næstu dögum - haldið áfram að njóta jólafrísins!

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 05.02.13 kl. 2:10

Algjör snilld smile Gaman að sjá líka fallega svakalega gamla skó sem líkjast skóm í dag

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.