RODEO DRIVE

Eitt þekktasta kennileitið í Beverly Hills er Rodeo Drive verslunargatan. Þar má finna allar helstu hátískuverslanirnar í bland við aðrar skemmtilegar búðir - og hver veit nema maður rekist á einhvern úr Hollywood genginu í fataleit wink

  

Fyrir Clueless áhugamenn eins og mig þá þekkið þið eflaust tröppurnar hér að ofan - þegar Cher er á leiðinni heim eftir misheppnað bílpróf og áttar sig á því að hún sé ástfangin af Josh heart

Við stöllur tókum að sjálfsögðu rölt um Rodeo Drive þegar við vorum nýlentar í L.A. og sáum ýmislegt fallegt. Ég mátaði gullfallega Fendi skó úr sumarlínunni 2013 og eins eina fallega gladiator hæla úr smiðju Vercace.

Vercace var reyndar með rosalega marga fallega skó. Rak augun í þessa geómetrísku hæla, sjúklega flottir í svarthvítu:

  

Það sem annars bar hæst á góma í litaúrvalinu voru gulur ásamt neon ferskjulituðum og neon bleikum - klárlega sumarlitirnir í ár.

  

  

Ég kolféll fyrir neon ferskjulitnum, hann kemur heldur ekki verr út eftir að maður er búin að ná sér í smá tan wink

  

Ég sakna elsku Kaliforniu sólarinnar strax - sem betur fer styttist í íslenska sumarið!

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.