RFF 2014

Á svona dögum er svo gaman að búa á Íslandi.

Ég elska þegar bærinn er jafn lifandi og stútfullur af uppákomum og um síðustu helgi. Þá fór bæði fram Hönnunarmars og Reykjavík Fashion Festival, sem var í ár haldið í fimmta skipti.

  

  

   

  

Ég leit víða við, eins og símamyndir helgarinnar láta í ljós.

Ég kíkti í Off Venue partý hjá Trendnet bloggurum með þessum þremur gullmolum sem sjá má hér að ofan, rak inn nefið á hönnunargjörninga með Svönu minni (og þóttist skilja allt sem var í gangi þarna enda mikill artisti innra með mér), eyddi laugardeginum með sálufélaganum mínum á tískusýningum í Hörpunni og eftirpartýaðist örlítið seinna um kvöldið. Ég kíkti líka í opnunarteiti hjá HAF en þau hjú hönnuðu einmitt nýju umbúðirnar sem við notum um borð hjá Icelandair. 

Outfit á RFF Off venue: blúndutoppur og buxur frá Urban Outfitters, Kimono frá F21, Glænýir skór frá Rebeccu Minkoff og HM Maison Martin Margiela jakki.

Outfit á RFF tískusýningum í Hörpu: bolur frá HM, buxur frá Nasty Gal, Helmut Lang inspired jakki frá GoJane, hælar frá Jeffrey Campbell og Michael Kors taska.

Ótrúlega viðburðarrík helgi í alla staði, með góðu fólki. Dröslaðist loksins til að taka upp almennilegu myndavélina og tók slattann allan af myndum á tískusýningum laugardagsins enda sat ég í bestu sætum í húsinu. Smelli þeim inn við fyrsta tækifæri smile

Litli útlandabúinn í mér tekur svona viðburðarríkum helgum fagnandi - lifi menningin heart

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

I'm in love with last weekend - both Design March and Reykjavík Fashion Festival were held during the weekend with lots of exciting events, all around the city.

I stopped by quite a few places and my iphone pictures give you a little glimpse into my weekend of fun. I actually pulled out my professional camera this weekend, when I attended the fashion shows at Harpa on Saturday. I'll share those with you soon.

The city girl in me wants all weekends to be like this weekend smile

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.