restrictions may apply

Jesús hvað það getur verið svekkjandi að lesa ekki smáa letrið áður en maður fer að gera sér vonir smile

Ég skráði mig í þessa keppni og var farin að setja væntingaflóðið á fulla ferð. Skópar að eigin vali frá Nasty Gal í hverjum mánuði í heilt ár ? Það hötum við skófíklarnir ekki. Eftir að ég hafði tekið gleðidansinn og skráð mig í keppnina fór ég aldeilis að undirbúa stórt og mikið blogg til að deila gleðifréttunum með ykkur (og þar með að minnka vinningslíkur mínar híhí). En svo rak ég augun í smáa letrið: 

"Promotion open to legal residents of the United States (excluding Rhode Island) or Canada (excluding Quebec)"

Ojæja, tollurinn hefði hvort eð er breytt þessu úr gjöf í útgjöld indecision

P.s. ekki gleyma að skoða nýjustu skó vikunnar hverju sinni, næsta par væntanlegt í kvöld!

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 05.02.13 kl. 1:51

Óþplandi að vera orðinn sjúkt spenntur og svo… smile Stundum pínu pirrandi að búa hérna á klakanum wink

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.