PRIVILEGED SHOES

Ég hef áður talað um það hvað ég er hrifin af instagram. Ég skoða instagram á hverjum degi og það er með því fyrsta sem ég glugga í á morgnana meðan ég er að nudda stírurnar úr augunum og það síðasta sem ég geri áður en ég legg símann frá mér á kvöldin og skríð upp í rúm.

Ég er að "follow-a" alls konar skemmtilegar týpur á instagram og sæki þaðan innblástur á svo mörgum sviðum, hvort sem um ræðir skó, ferðalög, outfit hugmyndir, mat og fleira og fleira. Ég hef einnig uppgötvað fjöldan allan af skemmtilegum skómerkjum í gegnum instagram og það finnst mér nú ekki leiðinlegt smile

Ein af þessum skemmtilegu týpum sem ég fylgist með er Joyce Bonelli sem er förðunarfræðingur og hefur verið að gera garðinn frægan í Hollywood. Hún farðar t.a.m. Nicki Minaj, Nicole Richie, Kardashian gengið eins og það leggur sig, Rihanna og fleiri. Fyrir utan það að vera ótrúlega góð í að farða þá er hún alltaf smart í tauinu og er einmitt bara svo mikil týpa. Alltaf með þykkan svartan eyliner og eldrauðar varir og oftar en ekki með skemmtilega hatta og í fríkuðum skóm. Nýjasti "fylgihluturinn" hennar er svo litli krúttlegi sonur hennar, hann er með þeim sætustu:

  

  

  

Joyce er mikill áhugamaður um tísku og póstaði um daginn skóm úr sumarlínu Privileged Shoes sem mér finnst svo skemmtilegir:

Háir, fríkaðir, öðruvísi og "a little bit too much". Fíla líka að þeir eru opnir alveg að tánni - skemmtilegur fídus.

  

  

  

Hvet ykkur til að skoða úrvalið hjá Privileged Shoes - fullt af skemmtilegum og öðruvísi skóm:)

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.