ORGANIZING MANIA PART II

Það er svo magnað hvað umhverfið mótar mann. Fyrir LA búsetu þá var ég jú alveg naglalakkamanneskja en ég stressaði mig samt ekki á því að skipta um lakk þegar lakkið var orðið sjúskað. Kaliforníusælan býður aftur á móti upp á talsvert meiri notkun á opnum skóm og sandölum svo að það er skemmtilegra að vera með snyrtilega lakkaðar tásur. Jafnframt verða neglurnar á höndunum einhvernveginn meira áberandi - maður er í efnisminni fötum og er einhvernveginn í meiri stuði fyrir litadýrð á nöglunum. Það skemmir heldur ekki fyrir að maður borgar innan við 3.000 krónur fyrir hand og fótsnyrtingu wink Það er því komið upp í vana hjá mér að taka kósýkvöld einu sinni í viku vopnuð naglalakkaeyði, þjölum og nýju naglalakki yes

Naglalakkasafnið mitt óx hratt á meðan ég bjó í LA því það var svo auðvelt að kippa með sér 1-2 naglalökkum á innan við 500 kall þegar maður skrapp í Target. Lökkin hrúguðust upp í skúffunum hjá mér og þörfin fyrir betri hirslu varð meiri og meiri. Á sama tíma og ég keypti snyrtivöruhirsluna góðu þá fjárfesti ég því í naglalakkastandi í svipuðum dúr. Ég hélt reyndar að ég væri að kaupa stand sem væri í svipaðri stærð og A3 blað og brá pínu þegar pósturinn kom með kassa sem var stærri en stærsta ferðataskan sem ég var með! Einhvernveginn náðum við að blikka fólkið í Jet Blue innrituninni á LAX til þess að hleypa okkur með þetta frítt í gegn sem þriðju töskuna í stað $75 aukagjalds. Það hefði verið grátlegt fyrir stand sem kostaði bara $30 wink

Á vætusömu laugardagskvöldi fyir nokkrum vikum tók ég svo sívaxandi naglalakkasafnið mitt í gegn og raðaði því fallega í hirsluna.

  

Hillan góða komin upp á vegg inni á baði.

Búið að flokka lökkin gróflega - Sally Hansen, OPI og Sinful Colors eru þau lökk sem ég kaupi mér oftast núorðið.

Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég ætti svona mörg Sally Hansen lökK! Ég ætti að vera á prósentum...

Sinful Colors lökkin kosta $1.99 í Target og eru til í öllum regnbogans litum.

  

Meistaraverkið orðið klárt!

Litaröðuð naglalökk - ekki leiðinlegt fyrir skipulagsfríkið!

Ég er bara mjög sátt við útkomuna - standurinn hefði eiginlega ekki mátt vera minni svo að það sé pláss fyrir ný lökk. Þetta verður líka ekki eins fallegt ef standurinn er troðfullur. 

Ég mæli með Amazon eða Container Store fyrir þá sem vilja taka til í snyrtidótinu sínu, það er SVO mikið af sniðugum lausnum til. Það er líka svo margfalt betra að hafa dótið sitt sjáanlegt og þurfa ekki að róta í skúffum og körfum eftir því sem maður er að leita að wink

---

Vala skrifaði 25.08.13 kl. 22:33

Vá kemur ekkert smá vel út hjá þér!

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 04.09.13 kl. 13:18

Þetta er svo mikil snilld!! Það auðveldar manni svo valið að hafa þetta svona fallega raðað.. Maður verður alveg æstur í að breyta til. En ég er algjörlega sjúk í Sally Hansen lökkin smile

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.