ORGANIZING MANIA PART I

Ég lét loks verða af því að fjárfesta í hinni einu sönnu snyrtivöru hirslu, eftir að hafa margskoðað ódýrari "eftirlíkingar" hér og þar á netinu. Ég er svo ótrúlega sátt við þessi kaup þrátt fyrir að þetta hafi kostað mig hálfa ferðatösku í plássi á leiðinni heim frá LA sumardvölinni.

Fyrsta föstudagskvöldið mitt á klakanum neitaði ég því öllum gylliboðum um rauðvínsdeit eða partýhittinga og fór heldur í það að skipuleggja málningardótið mitt frá A til Ö. Hvað gerir maður ekki fyrir gott skipulag ? wink

Hér er gersemin, nýkomin til landsins:

  

Þessi snilldar make-up organizer (sem fæst á Amazon) kemur með þar til gerðum "skilrúmum" svo þú getur hólfað hverja skúffu niður í færri hólf ef þú vilt. Hver skúffa er líka ótrúlega djúp svo það er í raun lygilegt hvað maður kemur miklu fyrir í hverri skúffu.

Og þá var hafist handa:

Ég hef prófað ótal margar aðferðir við að geyma snyrtidót en aldrei fundið neitt sem virkar til lengdar - skilrúm í skúffur, hillur, körfur og alls kyns hirslur. Málningadótið mitt var því núna bókstaflega í einni hrúgu:

Hálfnað er verk þá hafið er. Uppáhalds snyrtivörurnar mínar (MAC varalitasafnið) var eitt af því fyrsta sem fékk samastað í nýju hirslunni:

Og hér má svo sjá afrek kvöldsins - klárlega besta (og fallegasta) snyrtivöruhirsla sem ég hef nokkurntímann átt:

   

Næst sýni ég ykkur naglalakka-rekkann sem ég keypti í stíl við þessa hirslu - algjört þarfaþing fyrir naglalakkasafnara wink Það er svo ljúft að koma skipulagi á dótið sitt!

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 15.08.13 kl. 9:16

Þetta er aðeins of mikl snilld!

---

Hildur skrifaði 16.08.13 kl. 0:29

Úff ég slefaði yfir þessu! Vantar svo rosalega naglalakkahirslu, á einmitt vandræðalega mörg wink Hlakka til að sjá bloggið um það!

Og vá hvað þessi skúffueining er mikil snilld, þrái þetta!

---

Agla skrifaði 17.08.13 kl. 8:58

Skal setja inn færslu um naglalakkahirsluna á næstu dögum - smá teaser fyrir þig á instagram ef þú vilt wink

---

Sachin skrifaði 01.10.14 kl. 2:33

Undir feetta sedf0asta tek e9g ekki. Jeppame1lif0 er eingf6ngu nfdlegasta de6mi feess aulagangs sem vif0gengst ed Framsf3knarflokknum, og um af0 gera af0 benda e1 feaf0, fear sem me1lif0 er alvgrleat. Hitt er fef3 re9tt af0 menn mega ekki einbledna e1 feetta og gleyma f6llu f6f0ru, enda veit e9g ekki til feess feaf0 se9 nokkur hf6rgull e1 annars konar gagnrfdni e1 te9f0an flokk. Svo er athyglisvert hversu ledtif0 fer fyrir kosningaumre6f0unni, ef nokkur er. Sfdnist me9r margir vilji feegja hana af se9r. Wovon mann nicht sprechen kann, sagf0i defdskarinn.

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.