OPEN TOE BOOTS

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum tískuunnanda að Victoria Beckham er forfallinn aðdáandi "open-toe" stígvéla. 

Eins og sjá má þá er stíliseringin ansi svipuð þegar þessi tilteknu stígvél verða fyrir valinu hjá dömunni - hnésíðir þröngir kjólar og oftar en ekki mittisbelti. Ég get ekki ákveðið mig hvort mér finnist þetta sjúklega flott eða ferlega ljótt (það er eiginlega enginn millivegur). Það að kjóllinn nái yfir stígvélin er held ég það sem ég get næ ekki alveg utan um.

Hvað um það - "open-toe" stígvél skutu víða upp kollinum á tískupöllunum fyrir sumarið, meðal annars hjá Victoriu sjálfri á New York fashion week. Hennar framlag samanstendur af samstarfi við Manolo Blahnik sjálfan og útkoman er hreint ekki af verri endanum. 

  

Ég er ekki frá því að ég kunni betur að meta þessa útgáfu af "open-toe" stígvélum. Styttri og sést í bert hold á milli.

Hér má sjá fleiri dæmi um "open-toe" stígvél fyrir sumarið frá Balmain:

  

  

Það verður gaman að fylgjast með því hvort þetta trend festi rætur á klakanum á sumarmánuðunum. 

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 10.05.13 kl. 11:54

Ég er pínu skotin í VB lookinu á efstu myndinni smile

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.