ONLY TEARDROPS

Það er svo leiðinlegt þegar lagið sem maður heldur með í Eurovision kemst ekki í úrslit. Ég sat límd við skjáinn um helgina en verð að segja að ég var fyrir vonbrigðum með lögin í ár. Ég var þó með mitt uppáhalds lag en því miður komst það ekki í úrslitin. Ég hugsa að ég muni halda með lagi Elisu Newman "Ég syng!" næsta laugardag.

Eftir að úrslitin urðu ljós á laugardagskvöldið skipti ég yfir á danska sjónvarpið þar sem Danir voru að velja sitt framlag. Vinningslag Dana er hreinlega í allt öðrum gæðaklassa en lögin í okkar undankeppni.

Hvar er fjölbreytileikinn í lagaúrvalinu okkar ? Hvar eru nýju og fersku böndin okkar ? Það eru líka til fleiri tegundir af tónlist heldur en ballöðupopp - ætli lagadómnefndin okkar sé búin að gleyma því ? Mér finnst líka uppsetningin í dönsku forkeppninni til fyrirmyndar, þar er öllum undankeppnum sleppt og keppnin fer fram á einu kvöldi. Dómnefndin situr ekki bakvið luktar dyr og velur sitt uppáhalds lag heldur situr fyrir framan sviðið og gefur hverju og einu lagi stig. Þá eru atkvæði úr símakosningunni brotin niður fyrir áhorfendur þannig að það er engin feluleikur með neitt hvað varðar val á lokaframlaginu. 

 
Hin danska Emmelie er svo sæt, hún syngur svo fallega (í Sinead O'Connor stíl) og lagið grípur mann strax við fyrstu hlustun. Ég og systir mín heyrðum það bara einu sinni og vorum sönglandi laglínuna það sem eftir var kvölds.
 
Þrátt fyrir að hún syngi skólaus þá fær hún blogg tileinkað sér hér á ShoeJungle smile Áfram Danmörk!

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 05.02.13 kl. 1:50

Er ekki smá Loreen fílingur yfir þessum skólausa söng? En þetta lag er klárlega betra en öll lögin í keppninni hérna heima til samans!

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.