one love

Ég hreinlega elska nýju glæru ökklastígvélin mín frá JC. Það er líka óhætt að segja að þau vekji gífurlega athygli hvert sem ég fer.

Skórnir voru vígðir rétt fyrir jól, í partýi með HR vitleysingunum mínum. Ég var frekar "casually" klædd þetta kvöld og því var gaman að toppa outfittið með þessum skemmtilega öðruvísi skóm. 

  

Við frænka mín tókum smá túperingar-flipp rétt áður en ég mætti í partýið. Þessi greiðsla fékk heitið "Ljónynjan".

  

  

Buxurnar og bolurinn eru úr F21. Ég er rosalega skotin í ökkla/jakkafatabuxum þessa dagana og þessar voru fullkomnar frá fyrstu mátun. Hálsmenið og veskið eru úr HM og kápan er vintage. Frænka mín keypti einmitt þessa kápu handa mér á markaði árið 2009 fyrir skitnar 500 krónur. Ég hef notað hana af og til síðustu ár en hef hinsvegar ofnotað hana á síðustu mánuðum. Það er svo magnað hvernig þessar vintage flíkur enda oft sem fjársjóðir í fataskápnum.

Til að undirstrika hvað Jeffrey Campbell er oft á tíðum vönduð hönnun þá ætla ég að sýna ykkur smá nærmynd af glæru skónum:

Þar sem glæra efnið í skónum er úr vínyl sem andar sama og ekkert eru þeir útbúnir loftgötum á einni hliðinni. Loftgötin eru þanning staðsett að þau eru varla sjáanleg þegar þú ert í skónum en þau gera svo sannarlega mikið gagn. Það kom mér ótrúlega á óvart hvað skórnir eru í raun og veru þægilegir miðað við hvað vínyllinn er hart efni. Þeir liðkast líka til strax við fyrstu notkun og eru án efa komnir á topp tíu listann í skósafninu mínu smile

Sálufélaginn minn, hún Vala vinkona mín gaf mér ótrúlega flotta svarta og silfraða sokka úr Monki í jólagjöf. Hún lét lítinn miða fylgja með sem á stóð "Til að vera í við nýju glæru skóna". Svo sannarlega dæmi um manneskju sem þekkir mig vel smile

 

---

Sunna skrifaði 14.01.13 kl. 12:23

Svooo fín! Ljónynjan flott hoho

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 05.02.13 kl. 2:05

Mér finnst þeir svo kúl!! Og kápan svakelag falleg smile

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.