NY FASHION WEEK SS2014

NY fashion week er í fullum gangi.

Ooo hvað ég gæfi mikið fyrir að vera í heimsókn hjá bestu frænku og vera fluga á vegg. Ég hinsvegar fylgist með í gegnum the-next-best-thing að mínu mati - elsku instagram. Ég er búin að vera frekar límd við símann um helgina og hélt að instagramið mitt myndi overloada í gær þegar tískuvikan stóð sem hæst. Þeir sem ég er að fylgja á instagram flykktust á sýningarnar hjá Alexander Wang, Charlotte Ronson, Hervé Léger, Jill Stuart og Monique Lhuillier í gær og var gaman að fylgjast með því sem stóð upp úr. 

Fyrir virka instagrammara þá er líka skemmtilegt að skoða hashtaggið #NYFW reglulega en þar flykkjast inn alls konar myndir - t.d. götutíska, runway myndir, backstage myndir, myndir frá eftirpartýjum ofl.ofl.

  

  

  

  

  

  

  

Ég t.d. fylgdist með Lady Gaga stíga á stokk í eftirpartýinu hjá V Magazine í gær - allt í gegnum instagram myndir og vídjó.

Ég get næstum því fundið lyktina af stemningunni af NY í gegnum grammið - finn fyrir orkunni og mannlífinu. Yndislegt heart

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.