NORTH WEST

Kardashian veldið er frekar magnað - ég sló "Blue Ivy" inn í Google og upp komu 123.000.000 niðurstöður. Næst sló ég "North West" inn í Google og upp komu 1.720.000.000 niðurstöður. Tæpir 2 milljarðar! 

Bandaríkjamenn hafa beðið óþreyjufullir eftir fyrstu myndinni af North og slúðurblöðin hafa ítrekað boðið Kim&Kanye allt að 3 milljónir bandarískra dollara fyrir einkarétt á fyrstu myndunum. 

Samskiptamiðlar fóru því nánast á hliðina í gær eftir að fyrsta myndin af North West leit dagsins ljós í fjölmiðlum vestanhafs. Kanye West "frumsýndi" myndina í lokaþætti KRIS - sem er spjallþáttur sem mamma hennar Kim Kardashian hefur verið að reyna fyrir sér með. Vel spilað hjá þeim hjúum - þetta mun að öllum líkindum verða til þess að Kris fær að halda áfram með spjallþáttinn sinn en FOX tók þáttinn til prufu í sex vikur. Áhorfið hefur verið upp og niður en hefur mjög sennilega skotist lengst upp í þessum lokaþætti. Svo má dæma um hversu siðlegt/siðlaust þetta útspil hjá þeim K&K var - ég verð allavega að játa að ég var orðin spennt að sjá framan í þetta margumtalaða barn wink

Skömmu síðar birti Kim myndina á instagram og eftir það flaug myndin eins og eldur í sinu vítt og breitt um internetið:

360 milljóna króna mynd ? wink

Kanye sýndi áhorfendum KRIS að auki nokkrar aðrar myndir úr safni parsins, þar á meðal þessa mynd en parið gefur sig út fyrir að vera miklir skóunnendur:

Þáttinn í heild sinni má sjá á youtube síðu The Kris Jenner Show.

---

Agata skrifaði 24.08.13 kl. 14:04

Er flugfélagið samt ekki með í þessum tölum?

---

Agla skrifaði 24.08.13 kl. 16:35

Haha það heitir Southwest wink

---

Kristín K skrifaði 24.08.13 kl. 19:56

Jú það er líka flugfélag sem heitir North West. Það hlýtur líka að vera með í þessum tölum allar fréttir sem innihalda North west sem átt eða háskólann í USA.

---

Agla skrifaði 25.08.13 kl. 11:42

Gamla flugfélagið Northwest er skrifað í einu orði og var innlimað inn í Delta árið 2008 og hefur verið rekið undir þeim formerkjum síðan. Ef þú googlar “Northwest airline” þá koma upp 14.000.000 niðurstöður.

Ef maður googlar “Northwestern” þá koma upp 41.000.000 niðurstöður svo að ef þær niðurstöður eru inn í tölunum fyrir North West þá eru það um 2% af heildarniðurstöðunum.

En jújú það eru klárlega aðrar niðurstöður þarna inn í þessum tæpu 2 milljörðum og þá örugglega North West sem átt. Það er samt sem áður magnað að barn raunveruleikastjörnu fái margfalt fleiri Google hits heldur en einn virtasti háskóli í Bandaríkjunum wink

---

Agata skrifaði 25.08.13 kl. 20:58

Hefði mátt vita að þú værir meira inní þessum flugmálum en ég wink annars sagði ég þetta bara því mér fannst alltaf verið að gera grín að því að stelpan héti það sama og flugfélag.

---

Agla skrifaði 25.08.13 kl. 23:57

Já einmitt, þetta nafn er mjög fyndið wink

Mér fannst samt best þegar ég heyrði útskýringuna þeirra á því afhverju þau völdu þetta nafn (þau semsagt þvertóku fyrir það að hafa verið í einhverjum orðaleik). Þau útskýrðu þetta þannig að norður vilji oft þýða það sem er “upp” eða “hæðst” og afþví þetta hafi verið hátindurinn á lífi þeirra beggja þá hafi þau valið þetta nafn.

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 04.09.13 kl. 13:21

Þau þurfa held ég að fara að bæta hillum í skóherbergið? Skórnir eru farnir að flæða um öll gólf haha.

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.