Next stop: Denver, Colorado

Þá er ég mætt til Denver, Colorado. Hér segir fólk "y'all" og hér er kirkja á öðru hverju horni. Áhugavert smile

En hvað það verður yndislegt að slappa hér af í 4 daga, borða góðan mat, versla jólagjafir, versla skó og komast í jólagírinn - því í Bandaríkjunum eru jólin jú á sterum.

  

Það getur tekið á að venjast 7 klukkutíma tímamismun en hér er klukkan 6 um morgun og við eldhress. Nú bíðum við bara eftir því að horfa á sólarupprás og svo er það ekta bandarískur kaloríu-morgunmatur á Ihop, mmmm!

Verð virk á gramminu as always - @aglaf

See y'all later!

 

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 05.02.13 kl. 2:21

Jól á sterum.. ég væri alveg til í það einhvertíman smile

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.