NASTY GALS DO IT BETTER

Ég er svo hrifin af Nasty Gal vefversluninni - eins og ég hef áður komið inn á.

Ég leyfði sjálfri mér að panta dágóða sendingu frá þeim á meðan ég var í LA:

Hvítur bolur sem passar við allt sem er upphátt - þýðir samt ekki að fara út að borða í honum nema maður láti sér nægja eitt salatblað. Foodbelly fer ekkert sérstaklega vel saman við þennan bol wink

Fullkomnar peplum buxur sem mig er búið að langa í lengi lengi. Ég er komin með nett ógeð af peplum á bolum og pilsum en þetta finnst mér geggjað! Ég varð jafnframt enn sáttari þegar ég fékk buxurnar í hendurnar og mátaði þær því þær eru úr smá stretchy efni svo að þær eru mjög þægilegar í þokkabót.

Gullfallegt gult pils sem er fullkomið í sniðinu. 

Maxi kjóll með skemmtilegum áherslum.

Fáránlega flott og öðruvísi pils - það er mun skærara heldur en það virðist á myndinni. Það er hálf gegnsætt svo það er smá áskorun að dressa það upp en mér finnst það geggjað við t.d. samfellu og sokkabuxur.

Svartur toppur með pínu peek-a-boo á hliðunum wink

Hvítur loose-fitted sumarkjóll. Á eftir að finna gott tilefni til að nota þennan wink

Svart og hvítt pils með skemmtilega zik-zak sniðinu.

Ég er svo sátt með þessi kaup - hver einasta flík passaði fullkomlega og ég sé fram á að nota allar þessar flíkur mikið. Og er í raun strax byrjuð:

  

Svarthvíta pilsið fékk að koma með í kokteilakvöld í Santa Monica í lok júlí.

  

Græna pilsið er á hraðri uppleið á uppáhalds listanum mínum.

  

Svarti bolurinn og pilsið góða á frænkurölti í Brooklyn heart

  

Svarti toppurinn og gula pilsið á árshátíð menntaskólahópsins í gær.

Næstu kaup munu þó vonandi innihalda eitt skópar þar sem NastyGal er með svo skemmtilegt úrval af skóm frá t.d. Jeffrey Campbell, Steve Madden, Miista og UNIF. 

Fyrir þær ykkar sem ætlið að leggja í ykkar fyrstu NastyGal kaup þá langar mig þó að vara aðeins við stærðunum. Ég myndi segja að stærðirnar séu frekar stórar en eftir að hafa lesið nokkur reviews á netinu ákvað ég að taka áhættu og panta allt í frekar litlum stærðum. Ef þið eruð t.d. á milli stærða myndi ég alltaf mæla með minni stærðinni. 

Endilega kíkið á NEW ARRIVALS hjá Nasty Gal - þetta er svo skemmtileg verslun!

---

Inga skrifaði 18.08.13 kl. 21:35

Ekkert smá falleg öll nýju fötin!!... Hlakka til að prufa að versla þarna!!

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 04.09.13 kl. 13:24

Sjúklega flott allt.. er samt extra sjúk í peplum buxurnar og græna pilsið. Held samt að buxurnar heilli af því að módelið er aðeins of fine í þeim haha

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.