NAILS: NICE AND NEED TO HAVE

Nail accessories er eitthvað sem ég á einhvernveginn aldrei nóg af.

Þegar ég gerist svo heppin að komast í Target, CVS eða sambærilegar verslanir tek ég mér alltaf dágóðan tíma í að gramsa í nagladeildinni og enda oftast nær með nokkur naglalökk og eitthvað nýtt og spennandi nagladót í farteskinu. Ég tók saman smá lista yfir það sem ég hef sankað að mér á síðustu mánuðum. 

NEED-TO-HAVE:

1. Gott undir og yfirlakk - mjög nauðsynlegt að eiga fyrir naglalakkaskvísur eins og mig. Mér finnst undirlakkið vera sérstaklega nauðsynlegt til að forðast gulleitar neglur eftir naglalökk í dekkri kantinum. Ég er ekki eins dugleg við það að skelli yfirlakkinu á (aðallega vegna þess að ég er óþolinmóða týpan sem hefur ekki tíma til að bíða eftir að það þorni) en þegar ég vil að lakkið haldist lengi á þá nota ég það hiklaust. Sally Hansen er minn "vinur-í-glæpum" þegar kemur að nagladóti en ég nota þessi 3 undir og yfirlökk frá Sally mjög mikið. Double Duty og Ultimate Shield eru bæði mjög þægileg því þar færðu bæði undir- og yfirlakk í sama glasinu. Triple Strong glasið nota ég þegar neglurnar mínar eiga það til að rifna og klofna en þetta lakk styrkir neglurnar og byggir þær upp.

2. "No More Mistakes Manicure Clean-Up Pen - algjör snilld frá Sally Hansen og fæst í flestum drug stores. Þetta er í raun bara pensill með naglalakkaeyði sem er þægilegt að nota ef það hefur farið naglalakk útfyrir einhversstaðar. Í dag þá stressa ég mig ekki á því að setja naglalakkið fullkomlega á heldur lakka mig eldsnöggt og fer svo bara eina umferð með penslinum í kringum nöglina þegar lakkið er næstum þornað.

5. Express Remover - nýja uppáhalds snyrtivaran mín og algjör lifesaver fyrir þær sem skipta oft um lakk. Þetta er víst búið að vera til í mörg ár en ég uppgötvaði þetta fyrst bara fyrir nokkrum mánuðum. Það er ekki bara tímasparnaður sem fylgir þessari snilldarvöru heldur líka það að liturinn fer ekki útum allt þegar þú ert að taka hann af. Ég lenti alltaf í því þegar ég var að vesenast með naglalakkaeyði og bómul að liturinn fór yfir hálfan fingurinn á mér þegar ég var að reyna að nudda honum af nöglinni. Fyndið líka hvað þetta er sáraeinfalt - naglalakkaeyðir og svampur í dós og eina sem þarf að gera er að stinga fingrinum ofan í svampinn og snúa í 1-2 hringi og voila - lakkið er farið af.

  

NICE-TO-HAVE:

3. Nail art pen - ótrúlega skemmtileg viðbót við naglalakkasafnið. Ég mæli með þessu fyrir þær sem hafa gaman af því að dúlla sér við naglaskreytingar en þetta er líka gott að nota ef manni langar í french manicure með svartri rönd.

4. French manicure kit - sniðugt fyrir þær sem fíla french manicure. Í þessu kitti er allt sem þarf: undirlakk, hvítur penni og ljósbleikt gegnsætt yfirlakk.

6. Magnetic nail color - nýung frá Sally Hansen. Metallic naglalakk með mjög frumlegum fídus: þú berð lakkið á neglurnar og notar svo segul í lokinu til að koma skemmtilegri áferð á neglurnar. Ég verð eiginlega að skella inn myndabloggi næst þegar ég set þetta lakk á mig en þetta er líka sýnt inni á Sally Hansen Youtube síðunni.

7. Skemmtileg yfirlökk - Crackle lakkið frá Sally Hansen og glimmerlakk frá F21. Crackle lakkið kemur með cracked yfirbragð á neglurnar og glimmerlakkið er skemmtileg viðbót þegar manni langar að vera sérlega glamorous wink Ég nota glimmerlakkið oft í bláendana (efst) á nöglunum og hrúga þá dágóðum slatta þar og læt það svo fade-a niður á við.

8. Chanel yfirlakk fyrir matta áferð - ein af mínum uppáhalds naglavörum eins og ég hef bloggað um áður. Gefur öllum naglalökkum matta og fallega áferð.

9. Naglalakkalímmiðar - hljómar frekar ómerkilega en þetta er mjög fljótleg og þægileg leið til að setja á sig nagla"lakk". Þú setur límmiðann einfaldlega á nöglina og þjalar límmiðann þar til að hann er í sömu stærð og nöglinn. Ekkert undir- og yfirlakksvesen og enginn tími sem fer í að bíða eftir að lakkið þorni! Eini gallinn er að einn svona pakki kostar á við 2 naglalökk og hver pakki dugar bara fyrir eina ásetningu.

  

Annað sem ég mæli með fyrir naglalakkaskvísur er góður handáburður (þar sem naglalakkaeyðirinn á það til að þurrka hendurnar verulega upp) og góð B vítamínblanda fyrir sterkara hár og neglur yes

---

Hildur skrifaði 15.10.13 kl. 21:08

Ég er líka tryllt í naglalakkinu, skipti oftast um á tveggja daga fresti og á safn sem ég mun aldrei á ævi minni klára. Ég er hissa á einu: Notarðu ekkert OPI? Ég nota það eiginlega eingöngu, finnst það langbesta naglamerkið.
Ég gæti ekki hugsað mér að naglalakka mig án þess að nota bæði undir- og yfirlakk, það varð mun auðveldara eftir að ég uppgötvaði Rapi-dry yfirlakkið frá OPI, en maður setur það yfir blautt naglalakkið og það þornar allt saman á mettíma, mæli með því fyrir þig fyrst þú ert óþolinmóð með þetta wink
Og bestu naglalímmiðar sem ég hef fundið eru frá NCLA, tékkaðu á þeim næst þegar þú ferð til USA (ég pantaði mína frá Urban Outfitters og lét senda til Íslands), en í hverjum pakka er nóg í fjögur skipti, mjög næs smile
http://www.shopncla.com/collections/nail-wrap

---

Agla skrifaði 16.10.13 kl. 9:28

Haha - takk fyrir þetta allt saman, tékka klárlega á Rap-dry yfirlakkinu og þessum límmiðum wink Er að fara til Boston þarnæstu helgi svo að þetta eru vel þegin tips smile

Ójú ég ELSKA OPI og þegar ég bjó úti fór ég alltaf einu sinni í mánuði í mani og pedi á uppáhalds naglastofunni minni en þar voru eingöngu notaðar OPI vörur. Naglalakkasafnið mitt er sko með þó nokkrum OPI lökkum en einhverra hluta vegna eru allir “aukahlutirnir” frá Sally Hansen (undir of yfirlökkin. leiðréttingarpennin og all það).

Eeen mér finnst samt sem áður Sally Hansen lökkin mjög nálægt OPI í gæðum - allavega haldast þau svipað lengi á mínum nöglum. Svo eru Professionals lökkin á $1.99 úr Target líka ótrúlega fín miðað við verð wink

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.