MISS VOGUE

Miss Vogue er aukablað sem er gefið út af ástralska Vogue en blaðið hefur nú komið þrisvar út og státar þriðja tölublaðið af næstyngstu Kardashian systurinni á forsíðunni.

"Kardashian" á kannski ekkert svo vel við þar sem skvísan heitir Kendall Jenner og á lítið sem ekkert tilkall til Kardashian nafnsins en hún er hálfsystir Kim, Kourtney, Khloe og Rob Kardashian. Það verður að teljast nokkuð gott að landa forsíðu Vogue aðeins 17 ára gömul en stórstirnið Kim Kardashian þurfti að bíða til 31 árs aldurs þar til hún hlaut þann heiður. Kim birtist á forsíðu L'Uomo Vogue, ítalska karlablaði Vogue fyrr á þessu ári.

Ég man þegar ég sá Kendall fyrst í "Keeping up with the Kardashian" þáttunum, 10-11 ára mús sem mann grunaði samt að ætti framtíð fyrir sér í fyrirsætubransanum. Hún er skemmtilega ólík hálfsystur sinni Kim í vaxtarlagi og útliti, báðar gullfallegar en engu að síður mjög ólíkar.

Hér að neðan má sjá myndir af Kendall úr Vogue myndaseríunni. Það sem greip athygli mína strax voru fallegir skór - og jú reyndar falleg föt líka smile

  

  

  

Svörtu Nicholas Kirkwood hælarnir á efstu myndinni eru tveimur númerum of fallegir!

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 05.02.13 kl. 2:23

Ég er ekkert mjög hissa á því að hún sé á forsíðunni.. þvílík fegurð.

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.