MISS KL

Karmaloop vefverslunin hefur verið til í 12 ár og hefur fært tískuunnendum yfir 500 streetstyle merki á auðveldan og þægilegan hátt. Ég get eytt mörgum klukkustundum í að skoða föt og skó á þessari síðu og þess má geta að Karmalook sendir til litla Íslands, eins og áður hefur komið fram.

Í september síðastliðnum var systurverkefni Karmaloop ýtt úr vör, vefversluninni Miss KL sem einblínir á kvenkyns viðskiptavini Karmaloop. Þessi síða er ekki síðri en Karmaloop og hefur að geyma margar fallegar gersemar frá t.d. Free People, Cheap Monday, Jeffrey Campbell, Dolce Vita, Unif ofl. Miss KL gefur einnig út vönduð og skemmtileg lookbook sem gaman er að fletta í gegnum. Mér finnst nýjasta lookbookið, Garlands & Glitz, æðislega skemmtilegt:

Mac púður og LimeCrime varaltur er combo sem klikkar seint.

Þessi kjóll er ofsalega fallegur - hann fæst hér

Blúndur, pallíettur og velvet klæði ásamt klaufum eru áberandi í gegnum lookbookið

Fallegir skór frá Dolce Vita - eru meira að segja á útsölu hér

Fleiri flottir skór frá Dolce Vita - neonbleikir ökklahælar úr DV8 línunni

Þessi kjóll er algjört uppáhalds. Skemmtilega stíliseraður með nýjustu hliðarútgáfunni af JC Lita skónum - Jeffrey Campbell X Human Aliens .

Ég mæli eindregið með skoðunarferð á þessa skemmtilegu vefverslun við fyrsta tækifæri. Smá veganesti fyrir ykkur - notið REWARD eða MKL sem prómókóða og sláið þannig 20% af heildarupphæð kaupanna. Happy Shopping!

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.